Mánudagur, 15. desember 2008
Táknrænt afrán
Þegar hátekjuskattur var við lýði minnir mig að mér hafi þótt hann hafi miðast við helst til lágar tekjur. Það kann þó að vera misminni, svo langt er síðan hann var afnuminn.
Hvað eru margir Íslendingar með meira en milljón á mánuði? Ef þeir borguðu 50% - þótt ekki væri nema af því sem er umfram milljónina - gæti munað nógu mikið um það til að lyfta persónuafslættinum þannig að skattleysismörk færu í 150.000 kr.
Eða hvað?
Lágtekjufólk hefur alveg lyst á táknrænunni.
Sjálf gæti ég vel borgað táknrænan hátekjuskatt - ef ég vissi að bomburnar borguðu sinn skerf.
Hvernig er það annars með eldflaugarnar [t.d. Bjarna, Björgólf og Jón] sem borga í mesta lagi táknrænt útsvar - nýta þær sér ekki samfélagslega þjónustu eins og gatnagerð og skóla?
Ó, var ég kannski ósanngjörn núna við þessa greiðviknu einstaklinga sem borga í krónutölu meira en ég og mínir líkar, bara af svo gríðarlega miklum ránsfeng? Í dag var rætt um fjárlög næsta árs og miðað við það sem ég hef fleytt ofan af umræðunni virðist eiga að skerða samfélagsþjónustuna mest. Ég kýs að þakka Jóni, Hannesi, Björgólfi, Bjarna og e.t.v. Kristínu það.
Er ekki kominn tími til að þau sem kostuðu okkur stórfé borgi það til baka? Var gerningurinn e.t.v. bara táknrænn?
Athugasemdir
Það er rétt að það er vert að snúa þessu við þ.e. hvort að ekki sé rétt að afnema táknrænan skatt af lágum launum?
Aðalatriðið er í mínum ekki að láta þessa menn ekki greiða skatt heldur að tryggja það að þeir taki ekki annan snúning á þjóðinni og það verður ekki gert nema að það fari fram rannsókn á málinu.
Sigurjón Þórðarson, 15.12.2008 kl. 23:35
Hrædd er ég um að einstaklingarnir sem lifa af fjármagnstekjum, en ekki launatekjum, séu ekki útsvarsgreiðendur vegna þess að fjármagnstekjuskatturinn rennur til ríkisins, það ég best veit. Þessir vesalings fjármagnseigendur eru því kostaðir af sveitafélögunum þar sem þeir eiga heima. Þeir hafa m.ö.o. sagt sig til sveitar, nema þeir séu svo elskulegir að telja hluta fjármagnstekna sinn sem launatekjur.
Ég er amatör í táknrænum skatti, en Íslendingar búa svo vel að sjálfur utanríkisráðherrann er vel að sér í málinu og þess vegna best að vísa öllum spurningum til hennar.
Helga (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:17
Og nú getur maður ekki treyst því að DV veiti aðhaldið.
Berglind Steinsdóttir, 16.12.2008 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.