Mánudagur, 15. desember 2008
Gullfóturinn í Esjunni
Í Grapevine, íslensku mánaðarriti á ensku, er aðsend grein frá útlendingi sem stingur upp á því að við sækjum gullið hans Egils Skallagrímssonar - sem er sjálfverðtryggt - og nýtum til að hífa okkur upp úr efnahagsöldudalnum.
Þetta finnst mér stórfyndin tillaga og minnir mig umsvifalaust á önnur hulin verðmæti, t.d. í Mosfelli þar sem einn fornaldarríkisbubbinn á að hafa látið þræla sína fela kistu fulla af gulli og drepið svo og í Skógafossi þar sem önnur gullkista marar víst á botninum.
Grömsum bara í öllu og leitum að gulli og silfri, kannski bara olíu í leiðinni ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.