Þriðjudagur, 16. desember 2008
Ég þekkti einu sinni heildsala
Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég var í mjög góðu vinfengi við heildsala í Garðabæ. Hann fór aldrei í Bónus nema tilneyddur vegna þess að Bónus kúgaði hann og fleiri sem hann þekkti til að selja sér vörur undir framleiðsluverði. UNDIR framleiðsluverði, ég veit allt um það.
Af hverju sætti hann sig við það?
Vegna þess að Bónus var með svo mikla markaðshlutdeild.
Og hvað gerðist?
Heildsalinn lét litlu búðirnar borga mismuninn.
Og hvað meira gerðist?
Kaupmennirnir í litlu búðunum fóru stundum í Bónus og gerðu magninnkaup vegna þess að varan var ódýrari þar en hjá heildsalanum. Heildsalar hafa engin samtök, er það nokkuð?, og litli neytandinn hefur ekki öflug samtök. Niðurstaðan er að við töpum öll.
Og höldum áfram að mæna aðdáunaraugum á rustann með verðsvipuna. Líka ég. Með tár í augunum. Hann er ódýrastur - sama hvað það kostar. Jón Gerald segir að Bónus stingi 2-3 milljörðum á ári í vasann. Hvað veit ég? Aðallega veit ég að virkt aðhald og eftirlit á Íslandi er í molum, núna líka DV og kannski m.a.s. Útvarp Saga.
Hvað veit ég þegar ég fæ ekki upplýsingarnar?
Athugasemdir
Og ég sel það ekki dýrar en keypti, að Pálmi "Sterling" hafi einmitt byrjað feril sinn sem "hand-rukkari" hjá Bónusi, er hann heimsótti framleiðendur (og heildsala?) og tjáði þeim "að séð yrði um" að enginn keypti vöru þeirra, fengi Bónus hana ekki á undirverði.
Hlédís, 16.12.2008 kl. 08:12
Andskotans, ég trúi þessu.
Berglind Steinsdóttir, 16.12.2008 kl. 08:30
ekki nokkur ástæða að efast - þetta er ekki gott fólk en samt í guðatölu hjá mörgum íslendingnum
Jón Snæbjörnsson, 16.12.2008 kl. 08:34
En hvar kaupir fólk í matinn? Hverfisbúðin mín er Bónus og hún er með lægra verð á mörgum vörum en þar get ég auðvitað ekki keypt hvaða gæði sem er. Hver á 10-11, 11-11, Nóatún, Hagkaup og Krónuna? Sá sami í gær og í dag? Ætlar Nettó að færa út kvíarnar? Getur Fjarðarkaup opnað útibú í Reykjavík?
*dæs*
Berglind Steinsdóttir, 16.12.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.