Þriðjudagur, 16. desember 2008
Deyr ekki DV drottni sínum (hver er sá drottinn?) án frekari aðkomu okkar?
Þarf eitthvað að ræða það frekar? Trúverðugleikinn gufaði upp. Ég viðurkenni að ég hélt að Reynir væri nagli. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég skal axla ábyrgð og lofa að hætta að lesa DV.
Það er reyndar eitt sem ég vildi ræða, dreift eignarhald fjölmiðla. Menn virðast gleyma því aftur og aftur að við búum ekki í mjög heilbrigðu samkeppnisumhverfi - það gerir mannfæðin. Það er og verður alið á tortryggni í garð fjölmiðla og banka áfram og áfram og áfram nema ramminn verði skýr - dreift eignarhald.
Hvað dvelur orminn langa?
Reynir biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.