Hver ákvað að leyfa bíla á Laugaveginum í desember?

Síðunni barst bréf frá dagfarsprúðum miðbæingi:

Þú mátt endilega blogga um helv... bílana á Laugaveginum nú í jólaösinni. Hver í  andsk... ákveður það að hafa Laugaveginn opinn fyrir bílaumferð um helgar í desember? Í fyrra gáfumst við upp á því að ganga um Laugaveginn á Þorláksmessu vegna andsk... bílanna. Veðrið var stillt og yndislegt en ekki hægt að labba um vegna bílaútblásturs. Ef þú nennir ekki að blogga um það veistu kannski hver stjórnar opnun/lokun Laugavegar og mátt þá gjarnan segja mér það og ég ætla að hringja.

Ég? Ég veit ekki hver stjórnar þessu. Guð? Hugh Grant? Sandra Bullock?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bond, James Bond?

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja, ef hann rennir sér fótskriðu á Laugveginum, berfættur á þorlák ...

Berglind Steinsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Neddi

Ég var einmitt að ræða þetta við félaga minn um helgina (bílana, ekki Bond) hvað það væri vitlaust að loka ekki fyrir bílaumferð á Laugarveginum á vissum tímum eins og núna fyrir jólin.

Það virðist bara vera orðið svo innprentað í svo marga Íslendinga að það sé ekki hægt að labba á Íslandi. Svo getur þetta sama lið gengið Strikið á enda og rúmlega það þegar það er í Danó.

Neddi, 22.12.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ber Gísli Baldursson e.t.v. ábyrgð á þessu, hmm hmm? Hann er í jólaheimsókn frá landi pilsverjanna.

Berglind Steinsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband