Mánudagur, 22. desember 2008
Hver ákvað að leyfa bíla á Laugaveginum í desember?
Síðunni barst bréf frá dagfarsprúðum miðbæingi:
Þú mátt endilega blogga um helv... bílana á Laugaveginum nú í jólaösinni. Hver í andsk... ákveður það að hafa Laugaveginn opinn fyrir bílaumferð um helgar í desember? Í fyrra gáfumst við upp á því að ganga um Laugaveginn á Þorláksmessu vegna andsk... bílanna. Veðrið var stillt og yndislegt en ekki hægt að labba um vegna bílaútblásturs. Ef þú nennir ekki að blogga um það veistu kannski hver stjórnar opnun/lokun Laugavegar og mátt þá gjarnan segja mér það og ég ætla að hringja.
Ég? Ég veit ekki hver stjórnar þessu. Guð? Hugh Grant? Sandra Bullock?
Athugasemdir
Bond, James Bond?
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:22
Ja, ef hann rennir sér fótskriðu á Laugveginum, berfættur á þorlák ...
Berglind Steinsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:44
Ég var einmitt að ræða þetta við félaga minn um helgina (bílana, ekki Bond) hvað það væri vitlaust að loka ekki fyrir bílaumferð á Laugarveginum á vissum tímum eins og núna fyrir jólin.
Það virðist bara vera orðið svo innprentað í svo marga Íslendinga að það sé ekki hægt að labba á Íslandi. Svo getur þetta sama lið gengið Strikið á enda og rúmlega það þegar það er í Danó.
Neddi, 22.12.2008 kl. 09:28
Ber Gísli Baldursson e.t.v. ábyrgð á þessu, hmm hmm? Hann er í jólaheimsókn frá landi pilsverjanna.
Berglind Steinsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.