Mánudagur, 22. desember 2008
Sjokk með VR
Ég var að reyna að finna út hverjir sætu í stjórn Mjólku og rakst þá á þau sláandi tíðindi að Gunnar Páll Pálsson væri einn í framboði til formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Hvað á þetta að þýða? Þetta var ekki í sjónvarpsfréttum.
Og hvernig er stjórn Mjólku skipuð? Vefurinn er í vinnslu. Ég er að reyna að átta mig á hvaða fyrirtæki skuli varast. Ég vil ekki versla við Vífilfell en heyrði einhvers staðar að Vífilfell ætti (í) Mjólku. Ég man þegar ég ákvað að versla frekar við Mjólku til að veita MS aðhald og styrkja Ólaf Magnússon sem hafnaði beinstyrkjunum. En nú finn ég ekki neitt gagnlegt um fyrirtækið.
Mér er smám saman að lærast að það er ekki allt sem sýnist í þessum verslunarbransa. Og enginn heldur vöku minni nema ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.