Föstudagur, 26. desember 2008
Frá hverju er afslátturinn gefinn?
Ég þykist vita að margir verslunareigendur í Bretlandi líti svo á að þeir rói aðeins lífróður til að geta haldið verslun sinni gangandi. En mig rekur alltaf í rogastans þegar talað er um 90% afslátt (þótt hann væri bara 50-70%). Hvert var innkaupsverðið, hver var annar kostnaður - og hver var álagningin? Ef söluverðið er 10% af eðlilegu verði hlýtur að vera eins gott að setja bara allt í gám út á götu og leyfa fólki að gramsa og hirða.
Mér gefst trekk í trekk gott tækifæri til að rifja upp gamla sögu úr Andrésblaði:
Jóakim aðalönd, hinn gírugi, opnaði kjólaverslun og setti skilti í gluggann með þeirri áletrun að kjólarnir kostuðu 115 (danskar) krónur. Frúrnar fúlsuðu við þessu í stórum stíl þangað til honum hugkvæmdist að setja annað skilti sem á stóð: Áður 215 krónur, núna 170. Og kjólarnir ruku út.
Debenhams með 70% afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.