Mánudagur, 29. desember 2008
Spá - hvað?
Ágiskunardeild Glitnis er byrjuð að spá - og hvernig skyldin spekin hljóða? Spáir helmingslækkun á raunverði íbúða til ársins 2011! Verðlaunum strákinn fyrir að sjá hið augljósa. Tekur hann fram hvert markaðsvirðið er núna? Nei, enda er það ekki til. Við hvað miðast þá lækkunin? Raunvirði í júlí 2008? Eða kannski júlí 2007?
Hefur einhverjum spekúlant dottið í hug að skoða hvernig makaskipti héldu uppi verðinu á árinu sem er að hverfa?
Hefur einhverjum rannsóknarblaðamanni dottið í hug að kanna hvort einhverjir verktakar hafa keypt hver af öðrum að nafninu til bara til að halda uppi verðinu?
Datt einhverjum í hug að á þeim tíma þegar Hannes keypti tvær dýrustu göturnar í matadorinu hafi eigendur í nærliggjandi götum viljað gera eins góða sölu og það, með öðru, átt sinn þátt í bólunni?
Athugasemdir
Svona, svona, Berglind, ætlarðu að voga þér að bera ekki djúpa virðingu fyrir greiningareildum bankanna?
Sérfræðingarnir sáu nú fjármálakreppuna fyrir! Eða var það ekki? 
Á raunhæfari nótum, þá var ég hissa að heyra að fréttatofurnar voru allar tilbúnar að lesa upp fréttatilkynningu Glitnis. Ég hélt satt að segja að það væri búið að loka á frekari "speki" frá þeim. En í ljósi reynslunnar þá var ég ekki hissa að enginn fréttamaður spurði út í fréttatilkynningu Glitnis. Þeir lásu hana eins og hún væri hafin yfir gagnrýni: Það breytist fátt - fjármálalífið heldur tökum sínum á fréttastofunum.
Helga (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:22
Ég er hissa, ég er farin að halda að fréttamenn séu upp til hópa illa gefnir. Ég man eftir að María Sigrún Hilmarsdóttir á RÚV hnýtti einu sinni pillu, sem sagt skoðun, aftan í frétt af klúðrurum í haust og augun í mér stækkuðu margfalt. Mér finnst óeðlilegt að verða hissa á að sjá fréttamenn sýna sjálfstæð vinnubrögð.
Þó má svo sem RÚV eiga það að í gær og í kvöld hefur fjölmiðillinn tekið upp góðan sið Láru Hönnu, að líta um öxl og klippa saman óbjóðinn sem okkur var boðið upp á fram eftir ári. Ég veit bara ekki enn hvort eitthvað gagnlegt mun koma út úr öllum þessum rökstuðningi og sjálfsögðu sannindum. Þremur mánuðum síðar er allt bara verra en maður reiknaði með, ógagnsærra og rotnara.
Berglind Steinsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:51
Hugsaðu þér, þú getur nefnt tvö kvöld í röð.
Fréttamenn hafa lengi komist upp með það að afsaka leti sína eða vanhæfni með því að þeir séu of fáliðaðir og hafi of lítinn tíma, þess vegna hef ég haft gaman af því síðasta árið að heyra fréttamenn vitna í Silfur Egils. Ef Egill, sem vinnur einn getur fundið áheyrilega viðmælendur, spurt gáfulegra spurninga, kafað ofan í málefni hvernig í veröldinni eiga þá fréttastofur að geta skýlt sér á bak við fámenni og tímaskort!?
Svo er nú svolítið pínlegt þegar fréttamenn hafa farið og talað við viðmælendur Egils en þeir gátu ekki fundið þessa menn sjálfir.
Annars eru sum greyin á fréttastofunum að reyna: þau eru t.d. núna farin að vitna í erlend dagblöð um það sem gerist á Íslandi! Metnaðarfullt!? En ekki tókst neinu angastýrinu á fréttastofunum að vinna frétt í kvöld um það sem Financial Times sagði frá í gær um að íslensk stjórnvöld muni falla frá málshöfðun á hendur breskum stjórnvöldum ef þau bresku fallast á að innheimta ekki refsivexti af lánunum sem þau íslensku fengu að láni vegna IceSave. Athyglistvert!? Vakti þetta ekki athygli þeirra, eða bíða þau eftir úrvinnslu Wall Street Journal á þessari fullyrðingu Financial Times? Það ber þó að þakka þeim fyrir að hafa sagt frá frétt FT: Eða er það ekki?
Fréttamennirnir lásu í bresku blaði um það sem er að gerast í íslensku ríkisstjórninni!
Helga (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 22:23
Þetta er allt kórrétt hjá þér. Það þyrmir æ meira yfir mig.
Berglind Steinsdóttir, 30.12.2008 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.