Þriðjudagur, 30. desember 2008
Lítil fyrirtæki sem Jón Ásgeir á ekki
Ég fór í bakarí í dag og spurði: Á Jón Ásgeir nokkuð þetta bakarí? Konan hló við og sagði að hann ætti það aldeilis ekki.
Geta ekki verslanir gert það fyrir mig að merkja sig sjálfstæðar, óháðar og ekki í eigu kaupahéðnanna sem ég vil ekki styrkja með innkaupum mínum?
Athugasemdir
Ekki myndi ég treysta þessu, JÁsgeir getur verið skráður fyrir einhverju leynifélagið sem á bakaríið. Annars er ég sammála þér um að merkja búðirnar hver á þær.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.12.2008 kl. 23:41
Ég tek undir það, að verslanir sem ekki eru í eigu JÁ eða annarra útrásarsukkara merki sig sérstaklega.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:15
Þráðurinn í mér er orðinn svo stuttur að ég hef ... ehemm ... hækkað róminn við mína nánustu. Ég heyrði í vinkonu minni í gær sem tekur það út á búðunum, náttúrlega bara eins og þeim ber. Hún var í Te og kaffi í Kringlunni nýlega og þar var allt óverðmerkt. Hún sagði það við afgreiðslukonuna sem bar því við að það hefði verið svo mikið að gera, allt væri hins vegar merkt á botninum. Var það ekki. Vinkona mín sagði henni að sér liði bara svo illa að hún yrði að fara út.
Svo fór hún í Hagkaup og ætlaði að kaupa sokkabuxur. Þær kostuðu 1.999 kr. (sem mér finnst algjört rán) - nema á kassanum kostuðu þær yfir 4.000 kr. Hún hætti vitaskuld við og fór þráðbeint í deildina til að benda á þetta. Afgreiðslukonan sagði að ekki væri ráðlegt að kaupa sokkabuxur nema ráðgast við starfsfólk!
Þetta minnir dálítið á þvottaefnisleit Kötlu Margrétar í áramótaskaupinu: „Í ljósi ástandsins getum við ekki sagt þér hvar þvottaefnið er geymt um þessar mundir.“ Líka: „Ekki skipta þér af þér sem kemur þér við.“ Og ýmislegt annað sem dreif á dagana á síðasta ári.
Berglind Steinsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:46
Mer finnst thetta frabaer hugmynd! Eg myndi frekar versla vid verslanir sem eru ekki i eigu storu kedjanna, (Baugur, Kaupas og hvad thetta nu heitir allt saman). Eg get alveg borgad faeinum kronum meira fyrir eitthvad i Petursbud sem fer i vasa verslunareigandans fremur en ad nidurgreida vorur i Bonus ef eg versla i Hagkaupum. Eg vil fa fleiri kaupmenn a horninu!
Frostkvedjur fra Winnipeg!
Elisabet (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:46
Elísabet, dásamlegar þessar kanadísku kveðjur. Vona að þú hafir það gott í fríinu. (Hér er samt sex stiga hiti ...) Hvernig eru búðirnar, hehe?
Berglind Steinsdóttir, 2.1.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.