Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Tímaskekkja krosseldanna
Væri Stöð 2 ekki í lófa lagið að endurtaka umræðurnar í breyttri mynd? Undanfarinn klukkutíma hef ég hlustað á fréttir og lesið fréttir og skoðanaskipti fólks um ágreininginn við Hótel Borg í gær. Það eina sem ég vissi um boðuð mótmæli var það sem ég hafði lesið á moggabloggi sem hafði verið lyft upp í umræðuna. Ég geri þó ráð fyrir að fleiri miðlar hafi verið notaðir.
Nú kvarta ýmsir yfir því að hafa ekki fengið að heyra og sjá forystumennina fara yfir málin og skiptast á skoðunum. Skiljanlegt. En er nokkuð sem bannar sjónvarpsstöðvunum að hafa almennar stjórnmálaumræður annars staðar og kannski tóna íburðinn svolítið niður eins og líka var kallað eftir?
Þá gefst nú aldeilis gott tækifæri til að heyra framhaldið, ekki satt?
Ég man eftir varaþingmanni sem varð kjaftstopp í jómfrúrræðu sinni á þingi, mjög leið yfir því eins og gefur að skilja en svo var tekið við hana fréttaviðtal þar sem hún sagðist hafa svo mikið að segja - lét þó undir höfuð leggjast að nota það góða tækifæri sem þar gafst til að segja það sem henni lá svo mikið á hjarta.
Þótt ég hafi til margra ára horft á Kryddsíldina - enda líklega úrvalsófaskartöflumús - hefur mér aldrei fundist gamlaársdagur dagurinn til þess. Má ég stinga upp á þrettándanum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.