Klemensson eða Klemenzson

Nú hefur heimsóknum á vef Seðlabankans ugglaust fjölgað í kvöld. Hingað til hef ég aðallega litið þar inn til að fylgjast með genginu en nú er ég búin að komast að því að þar kennir ýmissa grasa. Ég fann t.d. þetta um helstu verkefni:

  • Seðlabankinn skal stuðla að stöðugu verðlagi
  • Seðlabankinn skal stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu
  • Seðlabankinn gefur út seðla og mynt
  • Seðlabankinn fer með gengismál
  • Seðlabankinn annast bankaviðskipti ríkissjóðs og er banki lánastofnana
  • Seðlabankinn annast lántökur ríkisins 
  • Seðlabankinn varðveitir og sér um ávöxtun gjaldeyrisforða landsmanna 
  • Seðlabankinn safnar upplýsingum um efnahags- og peningamál, gefur álit og er ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar gjaldeyris- og peningamál

Meginmarkmiðið er þó auðvitað að stuðla að stöðugu verðlagi. Sem minnir mig á að undanfarið hefur allt sem ég kaupi hækkað um 30% eða meira.

Ég fann ekki hvort Ólafur er Klemensson eða Klemenzson, sá hins vegar að vefritstjóra hefur ekki unnist tími til að uppfæra breytingar á varastjórn bankaráðs. Halla Tómasdóttir hætti 20. desember og í hennar stað var kosin án atkvæðagreiðslu Fjóla Björk Jónsdóttir. Alltént sýnist mér sem Fjóla taki strax við af Höllu, sbr. 26. gr. sem vitnað er til:

26. gr. Kjósa skal bankaráð Seðlabanka Íslands að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fulltrúar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafnmörgum til vara. Eigi má kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga viðskipti við bankann til setu í bankaráði. Umboð bankaráðs gildir þar til nýtt bankaráð hefur verið kjörið. Láti bankaráðsmaður af störfum tekur varamaður sæti hans þar til Alþingi hefur kosið nýjan aðalmann til loka kjörtímabils bankaráðsins.
Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum. Ráðherra ákveður þóknun bankaráðs sem greidd er af Seðlabankanum.

Þetta sýnir bara hvað maður hefur hégómleg áhugamál. Er það zeta eða ekki ...? Og af hverju hætti Halla? Hmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru allt saman mjög áhugaverð atriði sem þú bendir á hérna nema mér er alveg sama hvort ofbeldishagfræðingur heitir með setu eða essi en virkilega áhugaverður listi yfir hlutverk Seðlabankans! og það vekur auðvitað spurningar hvers vegna fólk segir upp öruggum störfum á þessum tímum.

...og svona á meðan ég man. Gleðilegt ár

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband