Sunnudagur, 4. janúar 2009
Fjölvarpið
Ég ákvað fyrir helgi að segja fjölvarpinu upp. Það er hýst hjá Stöð 2 og mér skilst að hún sé í eigu Jóns Jóhannessonar.
Margur myndi segja að ég væri ágætlega meðvituð um peninga og kostnað. En áskriftin er skuldfærð beint á kortið og mér yfirsáust TVÆR HÆKKANIR á árinu. Í júlí kostaði fjölvarpið mitt 4.009 kr., í ágúst kostaði áskriftin 4.266 kr. (og ég man ekki eftir að hafa fengið tilkynningu) og núna er hún komin í 4.741 kr. Það er 18% hækkun á tæplega hálfu ári.
Ég get vel látið BBC Prime, BBC Food, CNN, Discovery, National Geographic, Cartoon Network, dönsku, sænsku og norsku stöðvarnar á móti mér. Mér fannst gaman að hafa þær en nú eru þeir dagar liðnir.
Ég er hins vegar mjöööög stúrin yfir að Silfur Egils skuli ekki vera á dagskrá í dag.
Athugasemdir
Það er spurning hvaða vöru og þjónustu er hægt að kaupa án þess að þurfa að versla við einhvern útrásarvíkinginn.
Mér fannst óhuggulegt að heyra af því sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins boðaði í morgun á Bylgjunni, þ.e. að ekki væri hægt að koma því svo fyrir að jafnt gengi yfir alla varðandi afskriftir skulda.
Sigurjón Þórðarson, 4.1.2009 kl. 12:23
Já, ég heyrði líka Árna Johnsen segja þetta hjá Sigurjóni M. Egilssyni (á Bylgjunni sem maður borgar bara fyrir með því að hlusta á auglýsingarnar ... ef). Og nú hlýtur fjandinn að losna ef hann er ekki þegar orðinn laus. Er jafnrétti í því að afskrifa skuldir hjá þeim sem mest hafa fengið fyrir úr sameiginlegum sjóðum? Sanngirni?
Berglind Steinsdóttir, 4.1.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.