Sunnudagur, 4. janúar 2009
Yousave - hverjum?
Tikktakk, tikktakk, tíminn líður hratt á gervigróðaöld. Eftir tvo daga rennur upp hinn örlagaríki 7. janúar, dagurinn þegar þrír mánuðir eru liðnir frá tímasettu upphafi katastrófunnar milli Darlinganna á Íslandi og í Bretlandi.
Skömmu fyrir jól samþykkti þingheimur að kosta einhverju fé upp á málshöfðun á hendur Bretum vegna hryðjuverkalaganna sem svo hafa verið kölluð, þegar eignir Landsbankans í Bretlandi voru kyrrsettar. Ég þarf ekki að rifja svo minnisstæða atburði upp fyrir fólki, svo er Friðrik Þór þjóðfélagsrýnir líka búinn að því.
En ég spyr: Hvað dvelur orminn langa? Varnarsveitirnar reyna að standa vörð um orðspor okkar en forsætisráðherra liggur ekki á.
Eru maðkar í mysunni? Hver ... seifar hverjum? Eiga menn von á því að eitthvað komi upp úr dúrnum sem ekki þoli dagsins ljós?
Athugasemdir
Eigum við ekki bara að bíða eftir 7jan - hann rennur sjálfsagt upp bjartur og fagur og fréttnæmur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:41
Við höfum víst ekkert val. Ég efast þó um birtuna af fullum þungum, held að ég hafi aldrei á ævinni hlakkað eins mikið til að helv. daginn fari að lengja.
Berglind Steinsdóttir, 5.1.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.