37 milljónir nettó á ári

Ja, ekki heillaði Bjarni mig í Kastljósinu.

Í allri smeðjunni sem rann viðstöðulaust upp úr honum sagði hann alveg skýrt að hann hefði fengið 37 milljónir á ári þessi 10 ár sem hann vann hjá Glitni, áður Íslandsbanka, líka Fjárfestingarbanka atvinnulífsins [og bráðum aftur Íslandsbanka]. Og ekki hvarflar að mér að hann hafi reiknað inn í sporslur og kauprétt, þetta voru launin á launaseðli - eftir skatta.

Ástæðan fyrir að hann fór fram á yfirverð fyrir hlutina sína við brottför úr bankanum var einfaldlega sú að hann gerði það. Les: græðgi, enda sagði hann líka að græðgi í hófi væri drifkraftur. Og þannig náði hann til sín milljörðum íslenskra króna, óumdeilt. Vissulega er ástæða til að spyrja stjórn bankans hvers vegna hún lét fíflast en það er ekki síðri ástæða til að spyrja bankastjórann fyrrverandi hvers vegna hann gerði það sem hann gerði. Og svarið var undir rós: Taumlaus græðgi.

Alveg er ég viss um að mamma hefur fallið fyrir sakbitnu engilsásjónunni og að þessi góði maður hafi borgað Glitni til baka 370 milljónir - þótt hann hafi haldið eftir nokkrum milljörðum, milljörðum sem hvorki hann né Sigmar spyrill réðu við að telja.

Svo sér þessi gáfaði framsýni [gva!] maður að hann gerði mistök í REI- og GGE-málinu - og roðnaði létt þegar Sigmar bar á hann mistök hins stórkostlega viðskiptajöfurs.

Markaðströllið getur haldið áfram að hekla og stinga upp kartöflur - það heillar mig ekki. Han får prøve å snakke norsk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Viðar, ég er skolli hrædd um að ég muni eftir þessu. Ógleymanlegt ... og skánar ekki mikið.

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Græðgisvæðingarsinni með engilásjónu heillar mig ekki! Gervið er fullkomið en innrætið skuggalegra en allt sem þolir að horfa framan í spegil... Ein vinkona mín sagði um þennan mann að hann væri svo útsmoginn og innundir sig að hann gæti jafnvel gert sjálfan Skrattann orðlausan! Ég held að það séu orð að sönnu. Næturvafur mitt hér á blogginu hefur a.m.k. sýnt mér að einhverjir hafa keypt iðrunaráttinn hans þrátt fyrir allt Gott að sjá að þú og fleiri hafið gott minni og nennið að minna á stórsyndir hans sem við ættum öll að þekkja. Svo er ég viss um þær eru einhverjar sem eru ekki komnar upp á yfirborðið en gera það vonandi að lokum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2009 kl. 02:56

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

 Já, Rakel, og hafi honum staðið til boða 20% vextir (sem er ekki mikið ofáætlað hjá mér) eru milljónirnar sem hann greiðir núna u.þ.b. vextirnir af einum milljarði síðan hann tók hatt sinn og staf vorið 2007. Hann hefur þá kannski þurft að ávaxta rúmlega milljarð af þessum nokkrum sem hann fékk í kveðjugjöf. Greiðslan er sem sagt ekki einu sinni ávöxtunin af öllum herlegheitunum.

Það sem vakir fyrir honum er að fá gott veður - og miðað við það sem þú segir eftir bloggrúntinn þinn hefur honum tekist það sums staðar - til að fá gott sæti í biðröðinni eftir eignum Íslendinga Á BRUNAÚTSÖLU.

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vek athygli á þessari ágætu ábendingu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband