Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Borgarar koma saman annað kvöld í Iðnó og fjalla um mótmæli/mótmælendur
OPINN BORGARAFUNDUR #7 í Iðnó fimmtudaginn 8. janúar kl. 20-22
Fundarefni:
Mótmæli (ólík viðhorf, ólíkar aðferðir, sömu markmið?), aðferðafræði mótmæla og borgaraleg óhlýðni.
Frummælendur:
- Hörður Torfason - Raddir fólksins
- Eva Hauksdóttir - aðgerðasinni
- Nafnlaus anarkisti
- Stefán Eiríksson - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Auk þeirra munu a.m.k. Katrín Oddsdóttir, laganemi og talsmaður Neyðarstjórnar kvenna, Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra tíma og Þórhallur Heimisson prestur taka þátt í pallborðsumræðum og svara spurningum viðstaddra.
Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra hefur sérstaklega verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Spurulir og forvitnir borgarar eru hvattir til að mæta. Gunnar fundarstjóri hefur margsagt: Við erum viðmælendur.
Við biðjum um upplýsingar, gagnsæi og heiðarleika. Er það frekt?
Athugasemdir
Hummmm .... frummælendur: Hörður Torfa, Eva Hauks og nafnlaus anarkisti ..... ok .. öll á sömu línu líklega??? .... og síðan Stefán lögreglustjóri á móti þeim .... frekar ósanngjarnt finnst mér og til þess gert að aðeins mæti á þennan fund .. .vinstri sinnað fólk ......
Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:23
Katrín Linda, ég er sammála þér þetta eru allt argasta vinstrilið og þá sérstaklega Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem tók undir með aðalritara VG, Steingrími J Sigfússyni um nauðsyn þess að stofna netlögreglu.
Sigurjón Þórðarson, 8.1.2009 kl. 00:02
Svona svona, hægrimenn eru ekkert hættir að hlusta.
Berglind Steinsdóttir, 8.1.2009 kl. 08:27
Ef vinstri sinnað fólk er annað orð yfir réttlætissinna þá er ég sátt
en því miður á ég ekki einkaflugvél þannig að ég kemst ekki
Vona svo að fólk hætti þessum endalausu ástæðusparðatíningi fyrir því að sitja hjá og fjölmenni á fundinn. Það er full ástæða til að hlusta á hlið þessara einstaklinga líka. Mér skilst t.d. að mjög mörgum hafi fundist full ástæða til að hlusta á Bjarna Ármanns í Kastljósi. Ég skil ekki hvað réttlætir það að frekar á hlusta á hann en frummælendurna á borgarafundinum í kvöld.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:26
Katrín Linda og Sigurjón. Þið hafið greinilega ekki verið að fylgjast með ef þið haldið að anarkistinn og Hörður Torfa verði sammála.
Þetta bla bla um vinstri/hægri ... ég nenni ekki í það fyrr en ég hitti þig næst, Sigurjón.
Ásgerður (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.