,,Telurðu nauðsynlegt að spara í heilbrigðiskerfinu?"

Svo spyr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ég tel nauðsynlegt að spara en þori ekki að svara í samræmi við skoðun mína því að einfalt já má túlka út og suður, t.d. þannig að ég sé sammála yfirvofandi breytingum á St. Jósefsspítala. Ég hef engar forsendur til að meta þær áformuðu breytingar en hef vonda tilfinningu fyrir því að breytingarnar komi að ofan. Þegar starfsumhverfi manns er umbylt er betra að hafa mann með í ráðum - að því gefnu að maður eigi það skilið. Og er einhver sem heldur því fram að spítalinn eigi gerræði skilið?

Tel ég nauðsynlegt að spara í heilbrigðiskerfinu? Já. Hefur verið hlustað á heilbrigðisstarfsmenn og tillögur þeirra til margra ára, t.d. um að nota samheitalyf? Hefði verið hægt og væri enn hægt að spara án þess að skerða í nokkru? Hafi ódýrasta samheitalyfið ekki verið notað, sem hefði getað sparað milljónir á einni deild á einu ári eins og mig minnir að ég hafi lesið haft eftir lækni fyrir fáum árum, hvers vegna hefur það ekki verið gert? Hver hefur grætt á því?

Hafa einfaldar leiðir verið farnar í heilbrigðiskerfinu til að spara stórfé?

Tek svo fram að ég á engar tengingar inn á spítala, þakka mínum sæla fyrir að hafa næstum aldrei átt erindi í sjúkrarúm og er eiginlega farin að vona núna að það eigi ekki heldur fyrir mér að liggja að verða gömul. Ég hef vonda tilfinningu fyrir því að eldast nálægt stofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband