Umsækjendur um starf forstjóra sjúkratryggingastofnunar

Umsóknarfrestur um starfið sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir sagðist á borgarafundinum í gær hafa sótt um rann út 15. september og virðist ekki hafa fengið mikla athygli út fyrir hóp áhugasamra umsækjenda. Starfið átti að vera laust frá og með 1. október og stofnunin verða að veruleika nú um áramótin.

Hæfniskröfur sem gerðar eru til forstjóra skv. lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, eru þessar:

7. gr. Forstjóri.
Ráðherra skipar forstjóra sjúkratryggingastofnunarinnar til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar.
Ráðherra setur forstjóra erindisbréf þar sem tilgreind skulu helstu markmið í þjónustu og rekstri stofnunarinnar og verkefni hennar til lengri og skemmri tíma. Í erindisbréfi skal enn fremur kveðið á um samskipti forstjóra og stjórnar sjúkratryggingastofnunarinnar.
Forstjóri ber ábyrgð á því að sjúkratryggingastofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf skv. 2. mgr. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

 Steingrímur Ari Arason, mynd tekin af DV 28. ágúst 2008

Mér er Steingrímur Ari Arason minnisstæðastur fyrir að hafa sagt sig úr einkavæðingarnefnd þegar honum ofbuðu vinnubrögð við sölu Landsbankans árið 2002. Hann sagðist þá bundinn trúnaði en treysta því að óhlutdrægur aðili [yrði] fenginn til að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum sem [voru] orsök afsagnar [hans].

Hefur einhver slíkur komið fram? Eru vinnubrögðin núna Steingrími að skapi? Og hvað ætlar stofnunin að gera meðan samfélagið rær lífróður?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband