,,Alltaf nóg af sól í Saurbæ"

Dubbeldusch í Hafnarfjarðarleikhúsinu kom mér í firnagott skap. Uppleggið er kannski pínulítið klisjukennt (en hefur ekki hvort eð er allt verið sagt?), foreldrar á fimmtugsaldri í sumarbústaðnum láta sér leiðast yfir blöðunum og hvort öðru þegar brottfluttur sonurinn birtist skyndilega og með afdrifaríkar upplýsingar - og verðandi eiginkonu. Samviska pabbans sveimar um allt þannig að áhorfendur fá miklar upplýsingar um fortíð hans og samviskubit yfir yfirsjóninni forðum.

Prrr, Hilmar Jónsson var fullkomlega maðurinn sem vissi að hann hafði valið þótt hann væri vissulega í vafa um að hann hefði valið rétt. En hann hafði valið og reyndi að lifa með vali sínu, sætta sig við það alla leið og gera gott úr því.

Harpa Arnardóttir átti líka sína fortíð og dröslaðist um með hana í hljóði.

Jón Viðar, mynd tekin af bloggi Egils Helgasonar 29.10.2007Stundum hafði ég áhyggjur af að ég væri truflandi, svo margt kætti mig í sýningunni. Leiklistargagnrýnandi (DV, held ég) var á sömu sýningu og nú bíð ég spennt eftir dómi hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir ábendinguna. Kannski að maður skelli sér í leikhús.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, ég held að það sé alveg óhætt.

Berglind Steinsdóttir, 18.1.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband