Ippon Vilhjálms Bjarnasonar

Ég fagna því að héraðsdómur tók undir sjónarmið Vilhjálms og lít svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur á stjórn Glitnis ef Hæstiréttur gerir það líka. Það kostar hugsanlega 35 milljarða - en átti stjórnin nokkurn tímann þennan pening? Reyndar vildi ég miklu frekar að Bjarna Ármannssyni yrði gert að skila sínu oftekna fé.

Mér verður núna hugsað til Gísla Freys Valdórssonar, álitsgjafa í sjónvarpi um áramót, sem híaði á Vilhjálm og fannst hann mesti skussi ársins (sennilega í efnahagslífinu). Gísli skreytti Vilhjálm með titlinum skussi með nokkurn veginn þeim rökum að Vilhjálmur hefði gagnrýnt kerfið sem hann hefði viljað vera þátttakandi í.

Ég hef tvívegis um dagana skrifað athugasemdir hjá Gísla en hann lokaði á athugasemdir í lok síðasta árs. Ég get reyndar ekki tekið það til mín þar sem ég er ekki mesti djöfullinn sem hann hefur að draga. Hann virðist bara vilja sitja í turninum og tala niður til fólks. Hvers vegna? Af hverju vilja menn með skýrar skoðanir ekki eiga í skoðanaskiptum við annað fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband