Sigurður Einarsson grætir mig

Það var merkilegt að lesa aflátsbréf Sigurðar Einarssonar til kærra vina og vandamanna. Frómt frá sagt bjóst ég varla við að skilja það, hélt að Sigurður ætti bara vini og vandamenn sem væru http://www.visir.is/article/20081015/LIFID01/852707590skuldabréfavafðir um hálsinn og krosseignavarðir niður úr og hann myndi þar af leiðandi líta á þá sem sinn markhóp.

En sei sei, bréfið var á mannamáli og fór krúttlega úr því að vera til eins (Mig langar þó að greina þér ...) og yfir í að vera til fleiri (En ég vona að þið bæði skiljið og virðið við mig ...) og svo bara útskýrði hann svo hjartnæmt fyrir mér - sem þó er ekki í hans nánasta hring - að hann hefði farið að lögum og reglum, varað við krónunni og ekki viljað að svona færi.

Og hver af hans nánu vinu og vandamönnum var svo ófyrirleitinn að leka í fjölmiðla svona persónulegu og innilegu bréfi sem alls ekki getur hafa verið stefnt gegn svona auðtrúa sálum eins og mér ...?

*snökt*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki þessa viðkvæmni, Berglind. Þú verður að læra að umgangast dýrlinga.

*rétti þér tissjúpakka"

Hérna, snýttu þér, þerraðu tárinn og sættu þig við að samviska bankastjóranna og útrásarbarónanna er hrein og tær eins og íslenskur fjallalækur.

Það er eitthvað annað en okkar - enda allt okkur að kenna. Fórum við ekki í bíó einu sinni eða tvisvar í fyrra? Þarna sérðu! Allt okkar sök.

Því fyrr sem þú áttar þig á þessu því betur líður þér. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

*tíst*

Berglind Steinsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst þessi stöðugi lekndi til fjölmiðla grunsamlegur.

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 12:05

4 identicon

Já, hver ætli það sé sem er með Kaupþings-lekanda? Eiginlega vona ég að einhver fái Glitnis-lekanda og Landsbanka-lekanda og Seðlabanka-lekanda og Fjármálaeftirlits-lekanda líka!

Ásgerður (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ja, guðalmáttugur, Ásgerður! Lekandi verður þá landlægur innan skamms! Sammála samt - svona lekandi má alveg grassera óheftur á Íslandi í dag.

Annars er þetta rétt hjá Sigurjóni - af hverju bara Kaupþing? Við vitum að þeir voru ekki einir um að sukka svona svakalega. Hver stjórnar þessu? Seðló?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:50

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heyrið mig... ætli Landsbankalekandinn sé skollinn á? Sjáið þetta!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sigurður hefur rétt fyrir sér, það er ljótur leikur í gangi og þið takið þátt í honum. Ekki gleyma að ef lögbrot hafa verið framin fara þau sína leið um dómskerfið. Með því að dæma fyrirfram leggist þið lágt, jafn lágt og þeir sem leka upplýsingum úr bönkunum. Bréf Sigurðar er ekki trúnaðarupplýsingar og mér þykir hann segja ýmislegt afar fróðlegt og hef endurbirt það á blogginu hjá mér ásamt vangaveltum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.1.2009 kl. 16:44

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Orri, honum er ekki vorkunn meðan hann á að talsmenn eins og þig.

Berglind Steinsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:41

9 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þið sem takið þátt í þeim leik sem nú er beint gegn Kaupþingi eruð ginningarfífl. Hafiði ekkert velt fyrir ykkur hvers vegna það er ekkert slíkt í gangi vegna mála sem raunverulega komu Íslandi í þrot, Icesave til dæmis? Hvar liggja hagsmunirnir? Hver hefur mestan hag af því að láta Kaupþingsmenn líta illa út? Ertu viss um að þú viljir vera í því liði Berglind?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.2.2009 kl. 16:21

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Áreiðanlega vil ég ekki vera í því liði.

Það sem mig varðar um er að Kaupþing lánaði 280 milljarða til einhvers Roberts í síðustu viku septembermánaðar 2008. Er það ekki rétt? Með veði í bréfunum sjálfum? Tók ég kannski skakkt eftir? Hefur það verið borið til baka? Og aðrir skavankar í viðskiptum þar? Kom Ólafur Ólafsson kannski ekkert að því máli?

Ég man þegar bæði Sigurður og Hreiðar Már skömmtuðu sér kaupréttarsamninga og þáverandi forsætisráðherra fór í bankann og tók út 400.000 krónurnar sínar. Árið eftir tóku bankastjórarnir upp þráðinn að nýju, enginn hafði hátt og ég man ekki eftir fjölmiðlafári. Ég man samt gjörninginn og ég hætti viðskiptum við bankann sem ég hafði skipt við allar götur fram að þeim tíma. Mér fannst í besta falli hlægilegt þegar Kaupþing barst svo mikið á að það varð að fá John Cleese til að klæmast á nafninu Kaupþing í auglýsingaskyni. Fyrir hvern var sú auglýsingaherferð?

Ég hef amast við því hvernig Bjarni Ármannsson skildi við Glitni og ég hef mikla óbeit á þeim manni og þeirri stjórn sem réði Lárus Welding úr Landsbankanum og borgaði 300 milljónir í byrjunarlaun.

Það kann að vera að ég hafi ekki haft hátt út af Icesave en það er ekki vegna þess að mér sé ekki misboðið. Ég er ekki hlutlaus fréttaveita og mér ber ekki að gera öllum jafn hátt undir höfði. Ég get ekki skilið og ég get ekki sætt mig við að Sigurjón Árnason og Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Björgólfsson og Elín Sigfúsdóttir og Lárus Welding hafi komist (eða komast vonandi ekki) upp með að selja þessa VÖRU sem Sigurjón kallaði svo í Bretlandi og Hollandi, fá mikinn pening inn á reikninga, láta hann hverfa og senda okkur reikninginn.

Hvernig vinna þessar skilanefndir bankanna? Með handarbökunum?

Ég vantreysti líka Spron sem er núverandi viðskiptabanki minn.

Orri, í hvaða liði er ég? Viltu ekki bara segja hug þinn allan í þessu máli frekar en að ýja að hinu og þessu?

Berglind Steinsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband