Föstudagur, 30. janúar 2009
Engar fréttir í Sviss
Um síðustu helgi hringdi í mig vinkona mín frá Sviss og var alveg á innsoginu, hún sagðist ekki skilja þær fréttir sem bærust héðan. Er Geir hættur eða ekki? spurði hún. Hún les íslenskar fréttaveitur enda vel læs en hún skildi samt ekki hvað var að gerast.
Og engar fréttir voru í svissneskum fjölmiðlum. Er hlutleysið algjört ...?
Nú get ég búist við að hún hringi aftur á morgun og vilji spyrja frekari spurninga sem ég get ekki svarað. En það kemur ekki svo mikið að sök, símainntakið og/eða símtækið er bilað og ég sé bara númerin sem hringja og get ekki svarað.
Ætli væri betra að vera hjá Símanum?
Athugasemdir
Það er við þetta að bæta að hollenskir fjölmiðlar hafa sagt afar fátt um byltinguna á Íslandi eða stjórnarslit og það litla sem heyrist/sést í þarlendum fjölmiðlum er oft rangt.
Ásgerður (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:56
Eigum við ekki í neinum vöruskiptum við Sviss og Holland, hmm?
Berglind Steinsdóttir, 1.2.2009 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.