Spítalasaga

Fullorðinn maður var lagður inn á spítala í desemberbyrjun með rugluna, eins og dóttir hans orðaði það í mestu vinsemd. Hann var sem sagt vel vankaður. Hann lá í sjúkrarúmi og á honum voru gerðar rannsóknir og prufur fram yfir miðjan janúarmánuð þegar hann greindist með B12-skort!

Ég er búin að nefna þetta við ýmsa undanfarið og fólkið á götunni veit að B12-skortur veldur minnisleysi og að skorturinn komi fram í einfaldri blóðprufu.óþarfar pillur?

Getur verið að hægt væri að spara í heilbrigðiskerfinu með aðeins meiri skilvirkni? Eða er þetta ómerkilegt dæmi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er svo auðvelt að vera vitur eftirá og aftursætið er alltaf þægilegt.

Aftur á móti er svarið við spurningu þinni já. Besta leiðin til að spara í sjúkrahúskerfinu er að byggja nýjan Landspítala því þá sparast 10% á ári. Þar að auki má leggja niður nokkrar ónefndar sjúkrastofnanir. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.2.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ekki var hann lagður inn á deildina þína, Gunnar ...?

Skrifaðir þú ekki greinina sem mér hefur orðið svo minnisstæð um að ef ódýrari samheitalyf hefðu verið notuð á einni deild hefði mátt spara 7 milljónir í lyfjakostnaði á hverju ári - bara á þeirri einu deild?

Þarf ekki hið efra að ráðgast við fólkið sem vinnur vinnuna og fara sameiginlega vel með?

Berglind Steinsdóttir, 2.2.2009 kl. 21:36

3 identicon

þarf ekki að fækka toppunum, ég veit að hérna fyrir norðan á FSA þá var ekki hikað við að loka bæði öldrunarþjónustunni á Seli og dagdeild geðdeildar. Hins vegar er heil hæð af fólki sem er að stjórna á háum launum, mætti ekki fækka þar og lækka laun hinna svo að fólk sem virkilega þarf á aðstoð að halda og skilvirkri þjónustu geti fengið hana. Hlúum að þessu gamla og geymum að byggja og endurnýja og eyða í óvissu.

Solla (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:43

4 identicon

Ég bara verð - VERÐ að skrifa athugasemd um myndina með þessari færslu! Hvaða "samheitalyf" eru þetta á myndinni, Berglind?! ahahahahahaha!

Mér finnst annars erfitt að gagnrýna heilbrigðisstéttir þar sem ég held að þar fari fólk sem upp til hópa vinnur næstum hugsjónastarf undir miklu álagi og því létt að gagnrýna þegar maður hefur ekki þekkingu eða reynslu. Skiljiði hvað ég meina?

Ásgerður (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Meiri skilvirkni og lækkaður lyfjakostnaður voru sparnaðarleiðirnar sem stóðu upp úr eftir borgarafund sem haldinn var hér á Akureyri sl. miðvikudag. Gaman að sjá að Gunnar Skúli tekur undir þetta tvennt.

Það er ljóst að það vantar mikið upp á skilvirknina í rekstri Sjúkrahússins hér og Pétur Pétursson heilsugæslulæknir gerði lyfjakostnaði að umtalsefni á fyrrnefndum fundi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:17

6 Smámynd: Magnús Bergsson

Berglind mín, mér sýnist kenna ýmissa grasa í lyfjaskápnum þínum...

Magnús Bergsson, 5.2.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Magnús! Ef þú ætlar að leggja mig í einelti væri nær að hía á mig fyrir að vera á frosnu hjóli í vinnunni ... það var freistandi að skilja það eftir, úff.

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband