Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Landráð af gáleysi?
Páll Skúlason talaði um landráð í haust. Það var í þættinum hjá Evu Maríu. Honum fannst landráð vítavert, hvort sem það væri af gáleysi eða vísvitandi. Kokkur sem ég spjallaði við í haust meðan við tókum til matinn handa ferðafólkinu okkar talaði á innsoginu um landráð kaupahéðnanna. Honum var stórkostlega misboðið.
Ég held að við stöndum frammi fyrir landráði manna sem önuðu fram með græðgi bundna fyrir augun.
Eitthvað verður að gera þegar glæpur hefur verið framinn.
Það er spurning hvort frummælendur á Akureyri komist á sunnudaginn að niðurstöðu um til hvaða bragðs eigi að grípa. Ef það er ætlun þeirra yfirleitt. Eða gesta í Ketilhúsi.
-Að öðru leyti er ég langt komin með Dimmar rósir og sýnist ég ekki munu verða sammála álitsgjöfunum sem Forlagið vitnar í. Mér er líka Tröllakirkja óþarflega minnisstæð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.