14.186 atvinnulausir

Segir Vinnumálastofnun. Það þarf að búa til störf og það þarf að afla tekna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru auðvitað hrikalegar tölur!! en ég er ekki að kvitta fyrir það sem allir hljóta að taka undir og hafa áhyggjur af!

Mig langaði bara að þakka þér fyrir síðast Rosalega gaman að endurnýja kynnin! Kannski þegar byltingunni lýkur gefum við okkur tækifæri til að setjast niður og rifja upp gamlar endurminningar og segjum hver annarri af hversdagslegri hlið okkar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk sömuleiðis. Næst hittumst við svo í sól ... sem mér skilst að einkenni Akureyri öll sumur! Verst að þú kemst ekki í Háskólabíó á mánudaginn, hmm, það er einfaldara að fljúga milli landa en landshluta. Þurfum við ekki að búa til einhver störf??

Berglind Steinsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hmmm, það síðasta sem fréttist af sumarsólinni sem allir Akureyringar hafa verið svo duglegir við að halda fram að skín hvergi skærar en hér er að hún er flúin til Reykjavíkur eins og flest annað af landsbyggðinni

Hvað störfin varðar þá gætum við ábyggilega lagt ýmislegt til. Langar til að benda á hugmynd Guðbergs Egils Eyjólfsson, sem skv. nýjustu fréttum ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Vinsri grænna í kjördæminu, er hægt að skapa u.þ.b. 900 störf í kringum grænmetisræktun á Húsavík sem væri nær að nýta gufuorkuna til en álver. Sjá nánar í ræðu sem hann flutti á laugardagsmótmælum hér á Akureyri en ræðuna má nálgast í lok þessarar færslu minnar hér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, sólin skein skært í Reykjavík í fyrrasumar þannig að kannski hefurðu nokkuð til þíns máls.

900 störf?? Af hverju er umræðan um þetta svona lágvær? Ég hef helst horft til ferðaþjónustunnar, hélt að þar væri vaxtarsproti. Ég sé á öllu að við þurfum að horfa til framleiðslunnar.

Framleiðum meira. Eyðum minna, sérstaklega af bensíni sem kallar á verðmætan gjaldeyri.

Berglind Steinsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, Berglind, það er eðlilegt að maður spyrji sig en það er ljóst að það væri hægt að skapa mun fleiri störf bæði í landbúnaði og sjávarútvegi en nú er. Af hverju þetta kemst svona illa til skila er ofvaxið mínum skilningi. Kannski vegna þess að þeir sem berjast fyrir þeim atvinnugreinum er fyrst og fremst hóvært fólk sem dreymir um að hafa í sig á en ekki uppvöðslusamir hávaðaseggir sem dreymir um að skína sem frægðarsól á himni auðs og valda

En ég ætla að leyfa mér að birta hér það sem Guðbergur Egill Eyjólfsson sagði um atvinnumöguleikanna sem felast í aukinni grænmetisframleiðslu:

Við framleiðum um 40% af því grænmeti sem við neytum. Við þá framleiðslu starfa um 900 manns fyrir utan þau fjölmörgu afleiddu störf sem greinin skapar. Ef við ákveddum að tvöfalda þá framleiðslu gætum við búið til ámóta mörg störf til viðbótar. Þarna er til dæmis tækifæri fyrir Húsvíkinga að reisa sér vistvæna stóriðju. 

Taktu eftir að hann er í raun að tala um fleiri störf en 900. Það væri hægt að lækka tölu atvinnulausra um u.þ.b. 1000 með tiltölulega litlum tilkostnaði. Gróðurhús er t.d. mörgum sinnum ódýrara í byggingu en álver fyrir svo utan alla hina kostina sem gróðrarstöð hefur fram yfir álverið! 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og spara gjaldeyri! Og fá ferskara grænmeti.

Berglind Steinsdóttir, 11.2.2009 kl. 08:18

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og degi síðar er talan 14.491 atvinnulaus.

Berglind Steinsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ó, Berglind...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

14.755.

Berglind Steinsdóttir, 12.2.2009 kl. 17:30

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

14.892.

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2009 kl. 21:59

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Úff, Berglind! Hér er líka að bætast við það sem þú fékkst í aðaldráttum frá mér í upphafi fundar og í lokin þegar við kvöddumst á Greifanum. Þú mátt hringja ef þú vilt fá að vita meira.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband