Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
The Collapse of a Country = Hagkerfi bíður skipbrot
Athygli mín var vakin á þýðingu Önnu Varðardóttur á skýrslu Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega á hruni íslensks efnahagslífs. Með sögunni fylgdi að íslenska þýðingin tæki langtum dýpra í árinni, sbr. strax fyrirsögnina sem orð fyrir orð mætti útleggja sem hrun ríkis eða lands en þýðandi heldur sig hins vegar við lífseigt myndmál síðustu fjögurra mánaða.
Að svo stöddu ætla ég ekki í samanburð á skýrslunum, vona að Ágústa geri það og deili niðurstöðunni með mér. Að óathuguðu máli giska ég á að menningarheimurinn sé þýddur með eða eiginlega staðfærður, þ.e. Íslendingar eiga að vita og þola stóru orðin þótt mildara sé farið í framsetninguna til útlendinganna.
Eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.