Föstudagur, 13. febrúar 2009
Húsasmiðjan sektuð fyrir útsölu ...
Húsasmiðjan sektuð fyrir útsölu
Og þetta er reyndar sama fyrirsögn og Neytendastofa notar á úrskurð sinn. Samt minnir þetta mikið á þegar Sindri Sindrason sagði á Stöð 2 skömmu fyrir jól að Hagar hefðu verið sektaðir fyrir lágt verð. Hið sanna þá var að Hagar voru sektaðir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.
Þegar sektarúrskurður Neytendastofu er lesinn sést að í honum er fjallað um það sem fólki varð tíðrætt um í janúar, að verð var hækkað áður en það var lækkað og kallað útsöluverð. Eitt af dæmunum sem kvartað er yfir hér er verkfærasett sem kostaði 31. desember 2008 kr. 1.599 en 2. janúar 2009 var búið að lækka það upp í kr. 2.507. Svona var það öfugsnúið. Fyrsta dag ársins var verðið nefnilega auðvitað hækkað í kr. 2.949 svo að hægt væri að bjóða 15% afslátt.
Sem betur fer eru núna fleiri og fleiri á neytendavaktinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.