MSG

Í dag fékk ég góða matargesti. Ein vinkona mín forðast msg eins og heitan eldinn þannig að ég þurfti að vanda mig við að sniðganga msg þegar ég keypti í matinn. Hvað er í nautahakki? Kjúklingabringum? Tortillaflögum? Grænmetisteningum? Tómatasafa? Sýrðum rjóma? (Hvað ætli hafi verið í matinn ...?)

Arg, það er allt vaðandi í msg. Stundum heitir það E 621 eða bragðbætir. Góðu áhrifin af msg eru að bragðið í matnum eykst. Vondu áhrifin eru ýmisleg. Ég er nýgræðingur. Hvað ber að forðast í þessum efnum og hvaða máli skiptir það t.d. mig sem fæ engin ofnæmisviðbrögð, enga brunatilfinningu, ekkert tilfinningaleysi, engan magaverk?

Og hvað veldur þessum brjálæðislega verðmun?

Ásgerður, svara takk ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe! Þegar skorað er á mig að svara verð ég að gera það, ekki satt? (eins og allir sem skorað er á að axli ábyrgð og segi af sér stökkva til að gera það strax!!)

Takk fyrir mig í dag, þetta var allt mjöööög gott. Takk fyrir að taka tillit til mín við matarinnkaupin.

MSG er mjög oft í unnum fisk- og kjötvörum (eins og forsteiktum fisk- eða kjötbollum, kjötbúðingi, pylsum, áleggi), kartöfluflögum, ostum með bragðefnum (mexíkósostur og hvað þeir heita allir, þessir hörðu, kringlóttu frá MS (ath. að þó eru ekki allir þessir ostar með msg, bara sumir), í asískum mat (bæði á veitingastöðum og sósum sem nota má við matreiðslu asísks matar), sósu- og súpudufti, í kjöt- og grænmetiskrafti ... og í raun í öllu sem er kryddað og má bragðbæta með kryddi! Í ,,hreinu" kjöthakki (óunnu), óunnum kjúklingi og fiski er ekki msg. Þú getur líka verið viss um að í lífrænum vörum er ekki msg.

Þú nefnir verðmun ... en það eru til vörur sem ekki eru með msg en eru þó ekki lífrænar. T.d. hafa flestir íslenskir kjötframleiðendur tekið msg úr pylsunum sínum og áleggi. Pylsurnar og áleggið er ekkert dýrara en annað sambærilegt en þú ert laus við msg. Það má einnig finna snakk án msg sem ekki er dýrara en það sem er með msg. Maður þarf að bara að lesa vel á pakkningarnar og athuga málið.

Hins vegar er yfirleitt mikill verðmunur á lífrænum og ólífrænum vörum. Ástæðan fyrir verðmuninum á þessum vörum er fyrst og fremst sá að í lífrænni ræktun eru ekki notuð efni til að flýta fyrir og örva vöxt og þess vegna er framleiðslan minni á lengri tíma. Það má líkja þessu við harðfisk; kílóið af þorski kostar 900 kr. en kílóið af harðfiski er 3500 ... eða jafnvel 5000 (það er svo langt síðan ég keypti harðfisk). Hvort tveggja er fiskur en það fer meiri tími og vinna í að koma harðfiskinum til neytenda heldur en þorskflökunum (þorskurinn rýrnar um 90% við að verða harðfiskur! Þú þarft 10 kíló af þorski til að búa til 1 kíló af harðfiski). Þetta er auðvitað ekki sama fyrirbæri en sama lögmál þarna á bak við.

Þetta með mataræðið er ekki einfalt og kannski það erfiða við það að taka martaræðið í gegn hjá sér er það að eftir að það er gert er maður viðkvæmari fyrir ruslfæði og öllum aukaefnum en áður. Um daginn fékk ég t.d. rosalega magapest vegna þess að ég borðaði hveitibrauð fjóra daga í röð en ég hafði ekki borðað hveitibrauð í nokkur ár (ekki nema þá eina og eina brauðsneið á margra mánaða fresti)! Hins vegar er ég laus við alls konar kvilla (sem ég ætla ekki að rekja hér!!) eftir að ég tók mataræðið í gegn og það skiptir mig meira máli en verðmunur og örlítil fyrirhöfn. Svo er auðvitað líka mikilvægt að verða ekki heilög og leyfa sér stundum að sleppa fram af sér beislinu. Ég fæ mér nammi, ég borða ruslfæði ... en mér finnst hitt betra og mér líður betur af honum líka.

... en svo er það líka þannig að maður þarf minna af verulega góðu súkkulaði heldur en sykur/rjómasullinu frá Nóa-Siríus!! :-)

Svarar þetta einhverju?

Ásgerður (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Grrr, ekki fara út í súkkulaðið, hehe. Og bévítans, ég hefði getað boðið þér harðfisk í dag, keypti 70 gr. af vestfirskri hertri ýsu í gær á 405 kr., kílóverðið er þá tæpar 6.000 kr.

Annars svaraðirðu næstum engu, þarf að fá skammtana í teskeiðum ...  og ekkert msg í þeim, takk.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:37

3 identicon

Tölum heillengi um þetta fyrstu helgina í mars ... í Borgarfirði? :-)

Ásgerður (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég trúi ekki að þú sért enn á fótum! Já, ég er þegar búin að greiða atkvæði í tölvupósti. Það er Borgarfjörður eftir þrjár vikur, ik'?

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2009 kl. 01:07

5 identicon

Ég er með nokkuð msg frítt eldhús en hef hingað til bara haldið mig við það heima hjá mér. Hendi til dæmis alltaf kryddpökkunum með núðlunum því í þeim er haugur af msg, vel skinku og pylsur án msg, kaupi súpur án msg og geri mínar sósur frá grunni. Nýjasta uppgötvun mín í msg lausa heiminum eru afbragðs lambateningar frá KNORR, mæli með þeim.

En ég svindla líka stundum. Mötuneytið hér í vinnunni er til dæmis alveg glatað í þessum fræðum.

Aðalástæðan fyrir því að ég elda msg laust er að mamma þolir alls ekki msg. Hún er með gigt og þolir þetta bara ekki. Þannig að ég reyni að eitra ekki fyrir mömmu :) 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:19

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En ég hef ljósan grun um að margt fæðið sé ekki merkt, hvorki til né frá. Ég skal hundskast til að vakta þetta betur á næstunni, a.m.k. fram í fyrstu viku marsmánaðar ... grrrr.

Það er göfugt að vilja ekki eitra fyrir fólki. Göfugt og gott. Hvað hef ég verið að gera ...?

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband