Ég trúi ekki Tryggva Herbertssyni

Tortryggni mín er vakin eins og ég hlýt að hafa þrástagast á og þegar Tryggvi Herbertsson, minn fyrrum nágranni, situr hnakkakertur hjá Sigmari í Kastljósinu og fullyrðir að skuldir íslenska ríkisins séu þrisvar til fjórum sinnum minni en aðrir hafa sagt, m.a. Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, og segir þessa aðra fara með kreppuklám eykst tortryggni mín. Hann er maðurinn sem fullyrti í byrjun september að bankarnir stæðu vel. Hann er maðurinn sem fullyrti fyrir jól að atvinnuleysi yrði engin 10%. Puff, ég þekki Harald ekki neitt en ég trúi honum af því að hann rökstyður mál og hefur ekki reynst fara með fleipur. Ég trúi Andrési Magnússyni af því að hann hefur fært tölfræðileg rök fyrir máli sínu og rugl og bull hefur ekki sannast á hann. Menn máttu vita eigi síðar en um mitt ár 2007 að íslenska ríkið stæði höllum fæti og bankarnir á fjórðungsfæti - en þeir menn kusu að snúa blinda augana að skýrslum og tölfræðilegum sönnunum.

Annars vil ég fara að sjá lausnir, ég vil sannfærast um að hægt verði að sækja peningana sem menn greiddu sér fyrir meinta ábyrgð, ég vil sjá merki þess að hér verði hægt að forðast aukið atvinnuleysi, gjaldþrot, fólksflótta.

Hvað er með þessa gróðurhúsahugmynd fyrir norðan? Við þurfum að framleiða meira, flytja meira út og minna inn og EKKI BORGA SKULDIR BANKAPÉSANNA ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Tryggvi Þór Herbertsson er vanhæfasti hagfræðingur allra tíma.

Af hverju er hann í Kastljósinu? Hverjir stjórna fjölmiðlum?

Margrét Sigurðardóttir, 17.2.2009 kl. 05:54

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og af hverju fannst þeim Sigmari báðum svona léttvægt að hann hefði sagt stórkostlega rangt til um stöðu bankanna í september? Ég gat ekki betur séð en að Tryggva þætti það spaugilegt.

Berglind Steinsdóttir, 17.2.2009 kl. 08:31

3 identicon

Farðu í jóga ...

Tóti (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Tóti, þú segir nokkuð. Eru góðar jógaæfingar á Sólvangi kannski ...?

Berglind Steinsdóttir, 18.2.2009 kl. 17:56

5 identicon

Eflaust og á fleiri stöðum.

Tóti (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 01:03

6 identicon

Það mættu fleiri fara í jóga en Berglind. Annars sé ég ekki hvað jóga kemur vitleysunni sem TÞH lætur út úr sér við. - alveg sama hversu nærandi og mannbætandi jóga er. Nær væri að Tryggvi færi sjálfur í jóga og hugsaði meira um sinn innri mann en að bulla út í loftið og reyna að slá ryki í augun á fólki.

Ásgerður (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:55

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég neita að fara í jóga, ég gæti orðið svo umburðarlynd að ég gengi fram af sjálfri mér.

Berglind Steinsdóttir, 21.2.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband