Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Af hverju hættir Runólfur Ágústsson hjá Keili?
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég (varla) í útvarpinu að Runólfur ætlaði að hætta og ég hélt að upp sprytti mikil umræða um Keili, háskólanám, Suðurnesin, atvinnulíf og e.t.v. Runólf. En óekkí. Síðan hef ég heyrt nákvæmlega ekki eitt múkk.
Kannski langar hann bara til að söðla um þótt stutt sé síðan hann gerði einmitt það. Kannski er hann á leiðinni í framboð. Kannski mislíkar honum á Suðurnesjunum. Það var einmitt það sem mér datt í hug þegar ég las um offíseraklúbbinn á vellinum sem hefur nú verið framseldur til umboðsmanns Íslands.
Er allt í lagi með samkeppnina þarna suður frá?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.