Kyrrsetning á netinu

Kvöldum saman hef ég nú reynt að glöggva mig á mögulegum flugferðum yfir til meginlandsins með vorinu. Alltaf þegar ég þykist ætla að bóka far með Flugleiðum fæ ég þennan texta:

  • Eigum í erfiðleikum með beiðnina eins og hún er framsett. Vinsamlega reyndu aftur eða hafðu samband við okkur ef þetta lagast ekki. (3006)
 Erfitt er að vinna úr beiðninni sem stendur. Við mælum með nokkurra mínútna bið áður en reynt er aftur. Við biðjumst afsökunar á þessari töf.

byrja aftur

Ég hef sýnt þolinmæði langt umfram þessar umbeðnu mínútur en allt í einu rann upp fyrir mér ljós, við megum ekki fara úr landi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú kemst að einhverju máttu gjarnan láta mig vita um kjör og skilmála  Ég ætla hugsanlega að elta...

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ætlarðu kannski að fá þér miða aðra leið eingöngu? Kannski er það bannað. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, neinei ... Og það er alveg sama hvort ég vel París eða Amsterdam, það er bara skellt í lás.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2009 kl. 07:53

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er búið að setja okkur í farbann,  Nú á að ferðast innanlands styrkja innlenda ferðaþjónustu.

Þórður Ingi Bjarnason, 20.2.2009 kl. 09:00

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, Þórður, alla heim að Hólum, hehe.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2009 kl. 20:25

6 identicon

... eða þá að þeir hafi sagt öllum í tölvudeildinni upp í sparnaðarskyni og nú er allt í einu enginn eftir til að laga villur sem koma upp á vefsíðunni!

Ásgerður (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Reyndar virkaði þetta í gærkvöldi þegar ég þóttist ætla að kaupa miða á Saga Class ...

Berglind Steinsdóttir, 21.2.2009 kl. 17:25

8 identicon

Þá er ríka fólkinu greinilega ætlað að komast úr landi með peningana sína áður en þeir verða kyrrsettir hér!

Ásgerður (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:44

9 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég horfði líka á Spaugstofuna í gær, hmm.

Berglind Steinsdóttir, 22.2.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband