Fyrsta frétt

Ég samgleðst manni sem missir vinnuna þegar hann fær nýja vinnu, en myndu ekki sumir kalla þetta eins konar persónugervingu? Er RÚV að reyna að senda þeim langt nef sem vilja skipta um forystu í íslenska seðlabankanum sem mörgum finnst hafa tapað öllu trausti? Þetta var fyrsta frétt, kom á undan ... öllum öðrum fréttum.

Eða er mín áunna tortryggni að troða skynsemi minni um tær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá eru tvær tortryggnir að troða okkur báðum um tær vegna þess að ég hugsaði þetta líka. Þetta var alls engin fyrsta frétt.

Ásgerður (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, eftir Kastljóssþátt kvöldsins sé ég skýrt að tvær tortryggnir (skemmtileg fleirtala, hmm) eru betri heimild en „margur“, hmm.

Berglind Steinsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband