Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Aðalfundur Félags leiðsögumanna
Á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 20
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
- Tillögur um lagabreytingar teknar til afgreiðslu.
- Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs teknar til afgreiðslu.
- Drög að fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga um stéttarfélagsgjald.
- Kosning til stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráða, sem og í aðrar nefndir og trúnaðarstöður.
- Kosning eins félagskjörins skoðunarmanns reikninga og varamanns.
- Önnur mál.
Leiðsögumenn fjölmenni - auðvitað. Þórhildur? Magga? Virpi? Auður?
Athugasemdir
Sorry verð ekki í bænum
Auður (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:27
Verð víst að taka það til greina, sniff.
Berglind Steinsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:07
Mín reynsla af leiðsögumönnum er sú að þeir eru nær allir ágætir fyrirlesarar og flytjendur fróðleiks. Flestir hafa skoðanir á öllu mögulegu og oft mjög mismunandi og sundurlausar hver við aðra. Oft gleyma menn og konur auðvitað líka að gæta hófs í orðamagni og stundum orðavali. Að sama skapi eru leiðsögumenn flestir hverjir fremur lélegir hlustendur og er það mjög miður.
Það er því ekki von á góðu einkum þegar lagabreytingar félagsins eru á dagskrá. Þá er eiginlega borin von að aðalfundi ljúki fyrir miðnætti. Þá hefur væntanlega verið samþykkt einhver málamiðlun sem fáir skilja og þá eru væntanlega nýjar hugmyndir um lagabreytingar að ári.
Þessir aðalfundir eru einhverjir þeir alleiðinlegustu sem eg hefi setið og því mun eg að öllum líkindum ekki sækja fund þennan.
Einu sinni sat eg fund í félaginu Landnám Ingólfs. Alltaf dáist eg að formanni þess félags, Sigurði Ragnarssyni sagnfræðingi, að hafa tekist á einungis 5 mínútum að afgreiða hefðbundna dagskrárliði aðalfundar, skýrslu félagsstjórnar, reikninga félagsins, fjárhagsáætlun næsta árs, kjör stjórnar og endurskoðenda. Síðan var hlýtt á skemmtilegan fluttan fróðleik sem tengdist félaginu.
Mætti Félag leiðsögumanna taka sér þetta til fyrirmyndar.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2009 kl. 09:38
Ég get víst ekki verið alveg ósammála þér, Guðjón.
Berglind Steinsdóttir, 26.2.2009 kl. 12:44
Er uppí sveit - kem ekki í bæinn fyrr en á morgun. Hefði líklega ekki mætt hvort sem er.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2009 kl. 18:26
Uss, skortur á stéttvísi hjá þér. Nýr félagsmaður kom með snjalla dagskrártillögu sem var samþykkt og svo voru fluttar fínar ræður um stéttvísi. Félagsgjöld voru hækkuð úr 5.000 í 6.000 - naumlega - og það var skorað á stjórn að kynna sér skýrslu um staðlaráð og beita sér í umhverfismálum.
Það verður framhaldsaðalfundur.
Berglind Steinsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:49
Sko... ég er ekki í stéttarfélaginu, bara fagdeildinni, svo ég hef ekki einu sinni kosningarétt um neitt sem viðkemur stéttarfélaginu.
Hvernig hljóðaði þessi snjalla dagskrártillaga?
Kynna sér skýrslu um staðlaráð???
Ég fagna því ef félagi fer að beita sér í umhverfis- og náttúruverndarmálum, ekki veitir af! Sástu hvað ríkisstjórnin var að samþykkja í morgun (eða gær) um Helguvík frá stóriðju-iðnaðarráðherranum Össuri?
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:09
Soso, ég kann nefnilega ekki að nefna staðlaráðið rétt en ég skil samt að hér útskrifumst við eftir 444 kennslustundir í LÍ en skv. stöðlum í Evrópu ættum við að útskrifast eftir 600 klukkustundir. Menntuninni er því ábótavant. Reyndar er EHÍ með þrjár annir, veit ekki með tímafjöldann. Skólanefndin mun skoða námskrána - þú hefðir kannski viljað gefa kost á þér í hana?
Dagskrártillagan kom frá Sigurði nokkrum G. Tómassyni og gekk út á að vísa lagabreytingartillögum Friðriks Haraldssonar til laganefndar sem ynni í þeim fram að næsta aðalfundi. Það gekk eftir og sjálfur SGT er kominn í laganefnd. Það skemmti mér.
Svo fengum við Kára Jónasson í ritnefnd. Það skemmti mér líka.
Já, ég sá um Helguvík. Ég á ekki von á að félagið tæki afstöðu til svoleiðis mála samt. Það hefur verið stungið upp á pólitískum yfirlýsingum einhvern tímann og þær fallið í grýttan jarðveg.
Berglind Steinsdóttir, 28.2.2009 kl. 09:35
Náttúruvernd er ekki pólitík, að minnsta kosti ekki flokkspólitík. Það gleymist alltaf að til þess að reka álver þarf að eyðileggja náttúruna og það er ekki bara álverið sem mengar, heldur virkjanirnar líka - gufuaflsvirkjanirnar.
Nú hefur glögglega komið í ljós hve mikil mengun er af Hellisheiðarvirkjun, þurft hefur að loka svæðum í kringum hana og um daginn var fólk varað við að vera á ferli í nágrenni hennar vegna gríðarlegrar brennisteinsvetnismengunar sem getur verið lífshættuleg.
Ef Bitruvirkjun verður reist - auk Hellisheiðarvirkjunar og allra hinna virkjananna sem áætlaðar eru á Hellisheiðar- og Hengilssvæðinu verður ekki búandi í Hveragerði og íbúar austasta hluta Reykjavíkur a.m.k. í hættu vegna eitrunaráhrifa brennisteinsvetnisins.
Þetta er ekki pólitík - þetta er glæpur og varðar mannréttindi. Auk þess sem verið er að eyðileggja útivistarsvæði fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum og rýra tekjumöguleika ferðaþjónustunnar.
Svo einfalt er það.
Ég get ekki séð að það ætti að vera erfitt fyrir félag eins og Félag leiðsögumanna að taka afstöðu í svona máli þar sem hagsmunir félaganna eru augljósir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2009 kl. 18:00
Og þegar upp er staðið virðist m.a.s. ekki einu sinni peningalegur gróði af öllu gillimojinu, álverin kaupa rafmagn við vægu verði og velta kostnaðinum yfir á garðyrkjubændur og smánotendur.
Engin ályktun um umhverfismál hefur verið borin undir félagsmenn síðan ég gekk í það árið 2002 þannig að kannski er orðið tímabært að kanna hug manna. Ég heyrði einhverju sinni að ekki hefði náðst samstaða um ályktun um kjör flugfreyja (kannski man ég það ekki rétt) sem voru búnar að lýsa yfir verkfalli - og það hefði sannarlega áhrif á störf leiðsögumanna ef færri yrðu farþegarnir. Svo var svakalegur hasar út af farmönnum öðru sinni og þáverandi formaður sendi upp á sitt eindæmi fréttatilkynningu um að farþegum yrði meinaður útgangur úr skipunum. Kannski skripla ég eitthvað á skötunni hérna ...
Kjaranefndin kvartaði sárt undan samstöðuleysi leiðsögumanna í fyrra, ekki að ósekju, held ég.
Berglind Steinsdóttir, 1.3.2009 kl. 09:32
Jæja: má loksins tala um umhverfismál?
Meðan vissir menn voru við stjórn félagsins mátti ekki minnast á umhverfismál.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.3.2009 kl. 17:48
Jæja, er ekki augljóst að nú þurfum við að fara að ræða þessi mál upp á nýtt? Ööö, jú. Getur einhver látið sér í léttu rúmi liggja ef Hellisheiðarvirkjun skemmir svona út frá sér? Kemur það ekki leiðsögumönnum og viðskiptavinum þeirra við?
Berglind Steinsdóttir, 1.3.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.