Hver eru þessi 4% sem bera mikið traust til bankakerfisins?

Alveg er ég uppfull af óvissu og er ég þó - og kannski ekkert þó með það - í viðskiptum við sparisjóð. Ráðamenn hafa keppst við að segja í fjölmiðlum að innistæður séu traustar. Þeir hafa ekki alltaf reynst hafa rétt fyrir sér. Ef ríkissjóður þverr fýkur í síðasta skjólið. Sögur berast af fjármálastofnunum sem leysa til sín eignir og ofreikna skuldir sem þær skilja eftir hjá fólkinu sem áður átti eignirnar. Hvað er SP-fjármögnun og hver á það fyrirtæki? Það lánar, er það þá ekki banki þótt það sé ekki einn af viðskiptabönkunum?

Eru það skilanefndirnar sem treysta bankakerfinu? Kvótaeigendur? Opinberir starfsmenn? Unglingar sem eru rétt komnir á kosningaaldur og hafa ekki fylgst með?

Ég skil þessi 96% sem vantreysta bankakerfinu. Því miður.

Huggunin er að nú getur leiðin ekki legið nema upp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband