Mánudagur, 2. mars 2009
Enron = Glitnir?
Ég horfði á bandarísku myndina um bandaríska fyrirtækið Enron sem fór flatt á græðgi stjórnenda sinna - og ég sá Bjarna Ármanns. Ég skil ekkert í þessu ... Heitir hann ekki Stilling sem stóð upp og fór frá fyrirtækinu ári áður en allt hrundi? Og af hverju dettur mér Bjarni í hug ...? Ég er að reyna að koma þessu heim og saman.
Athugasemdir
Það eru ábyggilega fleiri en ég og þú hugsi yfir þessari mynd og því sem hún segir okkur um upphafið, flugið og svo síðustu mánuði eftir hrun... ég er ekki síst hugsi yfir því að EKKERT er gert! Að glæpamennirnir í stærsta þjóðararðsráni sögunnar skuli ganga lausir! Þeir eru ekki einu sinni yfirheyrðir!
Fyrirgefðu að ég skuli missa mig svolítið yfir þessu öllu saman hérna inni á síðunni þinni
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:25
Ég sá þessa mynd fyrir um tveim árum og benti ítrekað á hana. Stilling fór annars frá um 4 mánuðum áður en allt hrundi. Taldi sig þó hafa haft ár fyrir sér. Segir ýmislegt um spádómsgáfu hans.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:49
Það sem merkilegt er við Enron er að blórabögglar voru fundnir og lokaðir inni. (fallguys) en engu breytt í lögjöfininni. A´meríkanar súpa nú seyðið af því eins og við. Það er því mikilvægt að við föllum ekki í sömu gryfju og látum okkur nægja að hengja einhverja fyrir hrunið. Það þarf að laga allar þær glufur, sem leyfðu þessu að gerast.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:52
Ég held að sýningartíminn hafi ekki verið nein tilviljun, a.m.k. hlýtur mönnum að vera ætlað að sjá samasemmerkin. Kannski vantar okkur tilfinnanlega svona blístrara eins og kom fram í myndinni. Og, Jón Steinar, vítin er sannarlega til að varast, löggjöfinni hlýtur að verða breytt hérna. Rakel, missa hvað, þú ert með alveg sérlega pent innlegg, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 2.3.2009 kl. 08:36
Ótrúlegt hvað þú ert alltaf lagin við að fá mig til að brosa
Þó ég sé í mínum versta óveðursham þá tekst þér það samt!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 12:47
Rakel, ég sá einmitt veðurlýsingu fyrir heimabyggð þína, skil að þér sé heitt í hamsi, téhé. Hér er hins vegar rjómablíða með ... dash af jólasnjó. Fórstu ekki bara of snemma norður? Múhahha.
Berglind Steinsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:35
Þú ert nú meiri stríðnisrófan
Óþokkinn þinn
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 22:13
VÁ! Berglind! Takk! Ég treysti á að þú settir eitthvað inn um þennan þátt (svo ég gæti tjáð mig!!). Þegar ég horfði á hann hugsaði ég með mér: það þarf bara að breyta nöfnum á mönnum og fyrirtækjum og þetta er orðið saga íslenska hrunsins. Það eina sem vantar hér á landi er að einhver(jir) sé dreginn fyrir dóm og látinn svara - eiðsvarinn - fyrir það hvers vegna allt fór hér til andsk... Og vissulega þarf að laga glufurnar í kerfinu og læra af mistökunum ... sem mér heyrist reyndar á sjálfstæðismönnum að þeir ætli ekki að gera (og hér vísa ég til fréttar á rúv kl. 18 í kvöld).
Ég vona bara að sjónvarpið endursýni þennan þátt - gjarnan með umræðum á eftir.
Ásgerður (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:12
Æ, Rakel, verð að leiðrétta, hættuástandið er fyrir vestan. Það er víst músímúsí-veður fyrir norðan líka.
Ásgerður, ég var að lesa viðtal við sérstakan saksóknara í laugardagsmogganum og hann kvartar undan verkleysi! Hvernig var aftur sagan um Móse og fjallið, verður Ólafur ekki bara að fara út úr krónni og leita þá uppi sem hafa eitthvað að segja ef þeir koma ekki af sjálfsdáðum í króna til hans?
Berglind Steinsdóttir, 3.3.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.