Fjölmiðlungar

Nú er búið að kaupa/selja/gefa Moggann. Hann var/er stórskuldugur. Glitnir Íslandsbanki afskrifar þær skuldir í stórum stíl. Og svo á ég að trúa því að Mogginn sé hlutlaus og upplýsandi fjölmiðill. Af hverju tókst honum ekki að reka sig réttu megin við núllið? Hverjum er í hag að kaupa skuldir?

Og allt í einu lýstur því ofan í höfuðið á mér að Björgólfur sem keypti Landsbankann fékk Landsbankann gegn hlutabréfum í sjálfum sér vildi kaupa DV um árið til að leggja það niður. Hann skóf ekki einu sinni utan af því.

Er ekki orðið tímabært að fá fjölmiðlalög í stað þeirra sem var rifist mest um fyrir næstum fimm árum?

Og er ekki öruggt að verði bankarnir seldir aftur verður eignarhaldið dreift?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú ekkert á sumum (lesist; sjálstæðismönnum) að eignarhaldið þurfi að vera dreift. Það sem er mest um vert er að einkavæða bankana aftur sem fyrst.

Ásgerður (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ætli maður verði ekki að fórna sér? Ég hef svo sem engan áhuga á að eiga banka - en ég er bóngóð. Ég vildi samt alveg eiga í banka.

Berglind Steinsdóttir, 3.3.2009 kl. 00:51

3 identicon

Ég skil ekki einu sinn til hvers þarf að selja bankana. Má ríkið ekki bara eiga þá eins og í gamla daga áður en kjaftæðið byrjaði? Sé engan tilgang í að leyfa nýju setti af vitleysingum að setja okkur á hausinn aftur.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmm, ég vil að traust mitt og tiltrú á íslensku viðskiptalífi endurvekist. Allt fjármálakerfið nýtur núna vantrausts míns. Ætli ég myndi ekki treysta Atla G. til að vilja ekki svína á mér ef hann ætti banka. En hann langar væntanlega ekki til þess að kaupa fjármálastofnun.

Ég heyrði Pétur Tyrfingsson stinga upp á því í haust að stofnaður yrði almenningsbanki sem pöblinum liði vel með. Ég vil bara skipta við heiðarlegan viðskiptabanka sem hugsar ekki fyrst og fremst um vafninga og kaupauka.

Byrjaði ég ekki að tala um Moggann annars?

Berglind Steinsdóttir, 3.3.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband