Þriðjudagur, 3. mars 2009
Affarasælla að stela frá fátækum, sagði Halldór Laxness
Fyrir skemmstu heyrði ég mann í útvarpinu lesa nokkrar línur úr Heimsljósi. Því miður hefur mér þótt Ólafur Kárason Ljósvíkingur ofmetinn (sem töffari) þannig að ég las Heimsljós með hangandi haus og sennilega lokuð augu á sínum tíma og man næsta lítið. Brotið sem maðurinn las í útvarpinu var um það að skynsamlegra væri að stela frá fátækum því að sá sem ætti bara eitt stykki væri jafn fátækur þótt hann yrði af því. Sá ríki sem ætti 100 stykki yrði æfur ef einu stykki væri stolið og væri vís með að eyða mörgum stykkjum til að endurheimta þetta eina.
Sannast hér hvers vegna Halldór fékk Nóbelinn og ég ekki.
Því miður tók ég ekki eftir hverjum var eignuð þessi hugsun í bókinni en mér finnst hún eiga fjandi vel við. Eða kannast menn ekki við að nú sé verið að rífa eignir af þeim sem fáar og litlar eiga? Og bolmagn þeirra til að endurheimta sínar fátæklegu eigur er lítið.
Myndin af skáldinu er fengin af síðu fva.is
Athugasemdir
Þessi snilldarlestur var á útvarpi Sögu í þætti hjá Arnþrúði.Á morgun er ætlunin að fara á Bókamarkaðinn í Perlunni og finna þessa bók .
Númi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.