Hver er Bilderberger-grúppan?

Nafnið flýgur sífellt fyrir og ég held að þessi hópur samanstandi af klíku háttsettustu manna heims. En af hverju er ég alltaf að heyra þetta nafn núna og aldrei áður? Hvað skrafa menn á þessum fundum? Hver stjórnar? Hver býður? Hverjum er boðið? Tala menn dulkóðað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessi hópur hefur í gegnum árin verið skotspónn misvitra samsæriskenningamanna. Ég efast um að eitthvað sé bruggað á fundunum enda sækja þá þjóðarleiðtogar lýðræðisríkja.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurðu Björn Bjarnason og Davíð Oddson. Þeir hafa setið nokkra slíka fundi.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2009 kl. 02:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eðlilegt að menn verði tortryggnir, þegar þjóðarleiðtogar koma saman í óopinberum samtökum, sem ekkert hafa með opinbera eða alþjóðlega stjórnsýslu að gera, auk þess að vera sveipuð eru leynd.  Þetta eru samtök, sem ráða ráðum sínum um fjármál heimsins og bankastarfsemi m.a. án þess að vera opinber vettvangur, heldur vetvangur valdamestu manna í heimi.  Leiðtogar mæta þarna án þess að vera opinberir fulltrúar þjóða sinna.  Það fær hárin til að rísa á mér.

Legg til að þú googlir þetta bara og fræðist um málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2009 kl. 02:14

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég reyndi einmitt að hnýsast í netið og sá m.a. hvaða Íslendingar höfðu verið á gestalistanum en finnst þetta enn svo dularfullt og veit ekki almennilega hvað mér á að finnast. Þetta er hvorki G8 né G20 - kannski eitthvað enn stærra? Taka menn ákvarðanir um þjóðarmorð þarna, eða hvað?

Berglind Steinsdóttir, 7.3.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband