Miðvikudagur, 4. mars 2009
Minnishegri
Í dag var kynnt fyrir mér orðið minnishegri fyrir litla stykkið sem maður stingur í þar til gerða rauf á tölvu. Á/Í þessum minnishegra geymir maður myndir og texta og flytur auðveldlega með sér. Sumir hafa svona minnishegra á lyklakippunni sinni.
Minnishegri skírskotar til óminnishegra í Hávamálum vegna þess að óminnishegri rænir mann minninu en minnið geymir maður á/í minnishegranum. Sumir nota víst styttinguna hegri.
Ég glöggvaði orðið til að sjá hvort einhverjir hugvitsmenn væru farnir að nota það. Viti menn, einhver reifaði málið á Málefnunum þegar fyrir rúmu ári. Einhver gestur á Baggalút líka í fyrra. Guð blessi netið ...

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.