Bankinn þinn?

Hvaða banka munar um 107 milljarða? Hvaða banki hótar núna að ganga að húseignum útlenskra viðskiptavina sinna í Lúxemborg? Hvaða banki lánar eða gefur eða gleymir 500 milljörðum? Hvað kemur þetta okkur við ...?

Opinn borgarafundur í Iðnó á miðvikudagskvöld kl. 20. Frummælendur verða þingmennirnir Atli Gíslason og Bjarni Benediktsson og svo Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Félags fasteignasala ef mér skjöplast ekki.

Hvað kemur þetta ÞÉR við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur manni sko sannarlega við og trúi ég ekki öðru en að það verði fullt hús.  Ansans ári bara að þessir fundir séu á miðvikudagsköldum þegar maður er að syngja guði til dýrðar.... en kannski kem ég of seint.

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vissast að mæta snemma - nema náttúrlega Marín. Guð er ekki fyrirferðarmikill í minni orðabók þannig að ég sé fram á að ná sæti á fremsta bekk.

Berglind Steinsdóttir, 9.3.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband