Þriðjudagur, 10. mars 2009
Rauð paprika - kílóverð
Ekki veit ég hvort rauð paprika er í matarkörfunni sem er notuð í almennum útreikningum á matarkörfu landsmanna. Hitt veit ég að rauð paprika virðist vera tíður gestur í matarkörfunni minni. Til gamans fór ég í gegnum strimlana yfir matarinnkaup síðan í október og mér til mikillar furðu komst ég að því að verð á rauðri papriku er afskaplega rokkandi, mest allt í kringum 400 kr. á kílóið - upp í 598 kr. Það merkilega var að hún var dýrust í október - í Bónus - á 598 kr. Lægsta verðið, hvað? Það var líka um svipað leyti og Guðmundur í Bónus hvatti landsmenn til að hamstra þar sem hann sæi fram á vöruskort. Þarf ég að orðlengja þetta?
Ég er ágætlega verðmeðvituð en greinilega dálítið löt að skoða kílóverð og það þori ég að hengja mig upp á að kaupmennirnir vita mætavel. Annað sem ég kaupi gjarnan er mangó og það verð er líka eins og þeytispjald. Næst þegar ég nenni að skoða verðstrimlana ætla ég að skoða tímasetningar - er verð hærra síðla dags?
Athugasemdir
Sniðugt hjá þér að halda um þetta bókhald.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.3.2009 kl. 16:16
Ég er ekki viss um að ég gæti verið óvísindalegri (og keypti nýja papriku í Krónunni á 396 kr./kg í dag) en þú hins vegar heldur úti vísindalegri síðu.
Berglind Steinsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.