Fimmtudagur, 12. mars 2009
Lýðræðisdaginn lengir
Ég man hvar ég var þegar ég heyrði að nýr formaður hefði verið kosinn í VR. Ég skeiðaði eftir Vesturgötunni og hlustaði á útvarpsfréttir í símanum mínum. Ég var svo illa áttuð að ég var ekki með á hreinu að kosningunni væri að ljúka (er ekki í VR þannig að mér fyrirgefst) en ég æpti af gleði. Ungur maður hinum megin við götuna hrökk við og dreif sig á Rauðhettu og úlfinn í klippingu.
Ég viðurkenni að ég þekki hvorki Kristin né Lúðvík, hinn nýja frambjóðandann sem þó var ekki kosinn. Eymingja Gunnar Páll er bara fulltrúi svo gamalla og þreyttra gilda, svo mikið 2007, að hann varð að taka pokann sinn. Sem léttastan.
Og ekki spillti fyrir að hinn ötuli Ragnar sem hefur kafað djúpt ofan í lífeyrismálin var kosinn í stjórnina.
Undir kvöld var dagurinn þannig orðinn góður.
Svo fór ég á borgarafund í Iðnó og vel að trúa því að pallbyrðingar ætli að gera allt sitt til að ná til baka milljörðunum úr skálkaskjólunum. Réttlæti, takk.
Allt á réttri leið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.