Kranar blaðanna - 8% af hverju?

Hvað ætlar HB Grandi að gera? Ætlar hann virkilega og í fúlustu alvöru að greiða arð til hluthafa á sama tíma og hann kemur sér hjá því að standa við gerða samninga?

Eyjan, Mogginn og Bæjarins besta spyrja engra spurninga, ekki hvort raunverulegur hagnaður hafi orðið, ekki hvert eigið fé er og ekki einu sinni af hvaða upphæð eigi að greiða 8% hagnað. Hverjar eru arðgreiðslurnar? Hvernig eru þær til komnar? Hafa stjórnendur ekki einu sinni viðskiptavit? Það þarf engan meðalhálfvita til að sjá að þetta muni hleypa illu blóði í fólk. Og Vilhjálmur Birgisson virðist einn af fáum verkalýðsforkólfum sem stendur með fólkinu sínu þannig að varla kemur HB Granda á óvart að hann hafi opnað munninn.

En hvað er að þessum fréttaflytjendum? Líklega hefur Jónas 100% rétt fyrir sér þegar hann talar um kranablaðamennsku. Og það merkilegasta er að þrátt fyrir umræðuna um og gagnrýnina á fjölmiðla hafa þeir ekki tekið sig á í raun. Í fljótu bragði virðist þó Vísir horfa á fréttatilkynningu gagnrýnum augum:

Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra.

...

Það eru um sex hundruð hluthafar í Granda, en örfáir aðilar eiga þar stærstan hlut, eða Vogun hf með 41 prósent, sem er aftur í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns HB Grands og Kristjáns Loftssonar stjórnarmanns í HB Granda. Annar stjórnarmaður er svo Ólafur Ólafsson en Kjalar hf, félag hans, á 33 prósent í HB Granda. Stjórnarmenn eru því að ákveða sjálfum sér arð.

Vilhjálmur Birgirsson segir að fyrir arðgreiðsluna mætti greiða öllu fiskvinnslufólki HB Granda launahækkunina sem það fékk ekki í þessum mánuði eins og til stóð næstu átta árin.

Gat verið að Ólafur Ólafsson skyti upp kollinum í von um ósanngjarnan gróða. HFF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég fæ tár í augun að lesa og heyra af slíku óréttlæti. Velti líka fyrir mér hvort það sé beint samhengi á milli græðgi og heimsku og hvort komi þá á undan. Þeir sem fara fram með þessum hætti kalla ekkert annað yfir okkur en borgarastyrjöld með gjörðum sínum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband