Vaxtaákvörðunardagur á fimmtudaginn

Ég spáði því í gær að stýrivextir færu ofan í 5% fimmtudaginn 19. mars. Ég ætla að standa við þá spá. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var kátur þegar hann kvaddi landann í gær. Og hjá mér er þetta valkvæð bjartsýni, vextirnir verða að húrra niður.

Sem smásparifjáreigandi vil ég líka að vextirnir lækki. Mér finnst fráleitt að verðtryggð innistæðan hækki óeðlilega og atvinnulífið fái ekki nauðsynlegt lánsfé til að halda sjálfu sér rúllandi. Ef atvinnulífið hægir meira á sér bitnar það líka á mér. Gefur augaleið að allir tapa með sama áframhaldi.

Allra hagur að lækka stýrivexti og bankavexti auðvitað í framhaldinu, inn og út. Niður í 5%, takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband