Þriðjudagur, 17. mars 2009
Með þyrlu á Langjökul?
Í dag var ég beðin um að vera leiðsögumaður Breta um helgina. Því miður var ég búin að ráðstafa tíma mínum, annars hefði ég farið á laugardaginn í mitt fyrsta þyrluflug. Svolítið skondið eftir mörg ár í hvataferðum að hafa bara farið tvisvar eða þrisvar í flúðasiglingu og ALDREI tekist á loft. Í þyrlu.
Ég hefði auðvitað hringt beint í Ólól til að fá tilsögn í hvernig ég ætti að bera mig. En það reynir sum sé ekki á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.