Nú fær mozzarellan hvíldina

Þessi náhvíti bragðlausi ostur hefur fengið öll hugsanleg tækifæri á heimilinu. Væri ekki hægt að setja út í hann vott af msg ...?

Ef vel á að vera verður að krydda hann og bæta með ólífum, tómötum og öðru kruðeríi. Eins gott að fá sér bara almennilegan brauðost, huhh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ummm, mér finnst hann einmitt svo góður með tómötum, basilikku, sítrónupipar og balsamikusírópi. Nammi, namm

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já en, já en, já en, einmitt, mozzarellan sjálf er svo bragðlaus að þú verður að bæta með öllu mögulegu! Hahh.

Berglind Steinsdóttir, 20.3.2009 kl. 07:09

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég veit en þarf maður ekki að krydda flest sem maður borðar með einhverju...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:39

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, en næst prófa ég þá að láta Moggann liggja í ediki og krydda með engifer, hmm.

Berglind Steinsdóttir, 20.3.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki vissi ég að Mogginn væri ætur en held að ég nái punktinum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:33

6 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég held að Mozarella sé ekki frægast fyrir bragð sitt eða bragðleysi heldur frekar áferð og hvernig hann flatterar það sem hann er nálægt, bæði í litasamsetningu, bragði og eftirbragði.

Margrét Sigurðardóttir, 21.3.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eftir merkingarhlaðið spjall í Fjarðarkaupum í gær sé ég að framsetningin hefur verið ónákvæm hjá mér, hehe, það er fínt að borða kúlurnar (sjá mynd), auðvitað bragðbættar, en osturinn sem maður sneiðir niður, t.d. ofan á brauð, er á við Moggann. Hann fer ekki oftar í körfuna hjá mér.

Nú lít ég svo á að stóridómur hafi verið kveðinn í upp málinu, ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 22.3.2009 kl. 09:14

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 14:27

9 identicon

Já, ferskur mozzi (kúlurnar) og klumpurinn sem Osta- og smjörsalan kallar mozzarellu er tvennt ólíkt. Það er sko alveg ljóst.

Ásgerður (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband