Fimmtudagur, 19. mars 2009
Nú fær mozzarellan hvíldina
Þessi náhvíti bragðlausi ostur hefur fengið öll hugsanleg tækifæri á heimilinu. Væri ekki hægt að setja út í hann vott af msg ...?
Ef vel á að vera verður að krydda hann og bæta með ólífum, tómötum og öðru kruðeríi. Eins gott að fá sér bara almennilegan brauðost, huhh.
Athugasemdir
Ummm, mér finnst hann einmitt svo góður með tómötum, basilikku, sítrónupipar og balsamikusírópi. Nammi, namm
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:30
Já en, já en, já en, einmitt, mozzarellan sjálf er svo bragðlaus að þú verður að bæta með öllu mögulegu! Hahh.
Berglind Steinsdóttir, 20.3.2009 kl. 07:09
Ég veit
en þarf maður ekki að krydda flest sem maður borðar með einhverju...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:39
Jú, en næst prófa ég þá að láta Moggann liggja í ediki og krydda með engifer, hmm.
Berglind Steinsdóttir, 20.3.2009 kl. 17:33
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:33
Ég held að Mozarella sé ekki frægast fyrir bragð sitt eða bragðleysi heldur frekar áferð og hvernig hann flatterar það sem hann er nálægt, bæði í litasamsetningu, bragði og eftirbragði.
Margrét Sigurðardóttir, 21.3.2009 kl. 23:10
Eftir merkingarhlaðið spjall í Fjarðarkaupum í gær sé ég að framsetningin hefur verið ónákvæm hjá mér, hehe, það er fínt að borða kúlurnar (sjá mynd), auðvitað bragðbættar, en osturinn sem maður sneiðir niður, t.d. ofan á brauð, er á við Moggann. Hann fer ekki oftar í körfuna hjá mér.
Nú lít ég svo á að stóridómur hafi verið kveðinn í upp málinu, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 22.3.2009 kl. 09:14
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 14:27
Já, ferskur mozzi (kúlurnar) og klumpurinn sem Osta- og smjörsalan kallar mozzarellu er tvennt ólíkt. Það er sko alveg ljóst.
Ásgerður (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.