Spjallið hans Sölva

Þorleifur Arnarsson er giska góður leikari. Nú er ég búin að sjá hann leika tvo viðmælendur hjá Sölva á Skjá 1 (sem ég nenni allajafna ekki að horfa á, þ.e. stöðina). Um daginn kynnti Sölvi hann sem Jón Hannes Smárason áhættufjárfesti og þótt ég vissi mætavel að þetta væri Þorleifur féll ég í smástund og undraðist hvað þessi leynigestur í íslensku samfélagi kæmi ótrúlega mikið upp um sig.

Áðan kynnti Sölvi hann sem þingmann og ég afvegaleiddist ekki eina sekúndu enda veit ég hvernig þau öll 63 líta út. Talsmátinn hefði líka komið upp um hann - aftur.

Hver á annars Skjá 1?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband