Fjárhagsleg heilsa

Skelfing leiddust mér alltaf auglýsingar Byrs um fjárhagslega heilsu. Fyrir síðustu áramót átti ég í miklum tölvupóstssamskiptum við einhverja undirdeild Byrs sem ég, sem sparifjáreigandi í SPRON, lenti í viðskiptum við - lenti, ítreka það - og ég híaði á þessa fjárhagslegu heilsu. Og þrátt fyrir að Byr hafi fundist tilhlýðilegt að hirða 29% af sparnaði mínum - og annarra sem lentum í klónum á honum - dugði það honum ekki til að rétta úr eigin kút og annarra sparisjóða.

Og ég spyr mig hvort einhverjum innan dyra, t.d. í Byr, hafi ekki ofboðið líka, bæði fyrir og eftir almenna vitneskju um gríðarlegan lasleika fjárhagsins. En eins og aðrir tek ég fram að viðmót starfsmanna var aldrei annað en lipurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband