Mánudagur, 23. mars 2009
Langholtið mitt
Borgin áformar að rífa gömlu skólastofurnar mínar þar sem ég stundaði bæði grunn- og framhaldsskólanám. Ég veit að þær eru trúlega varla nothæfar lengur en ég fékk netta fortíðarþrá við að lesa fréttina.
Sniff.
Athugasemdir
Já, margar góðar minningar rifjast upp þegar hugsað er til þessarar álmu ... Þarna kenndi Árni Larson mér t.d. ensku - eða reyndi það. Ég var þarna líka hjá Hafþóri í efnafræði (innstu stofu) í tvö ár. Seinna kenndi ég svo íslensku í efnafræðistofunni - einkar óhentugt!
Ásgerður (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:11
O tempo, o mores.
Berglind Steinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:01
Hvað myndi Kolbeinn segja um þetta?
Berglind Steinsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.