Þriðjudagur, 24. mars 2009
Evra og evra
Í árslok 2007 stóð evran í rétt rúmum 90 krónum en í árslok 2008 rúmum 170 krónum. Það er næstum helmingsmunur.
Títtnefndur Grandi er farinn að gera upp í evrum eins og lesa má í ársreikningi hans. Í skýringum á blaðsíðu 9 stendur þetta:
Samstæðuársreikningur félagsins er nú í fyrsta sinn settur fram í evrum, en stjórn félagsins hefur ákvarðað að evra sé starfrækslugjaldmiðill félagsins frá og með árinu 2008. Samanburðarfjárhæðum hefur verið breytt með þeim hætti að allar fjárhæðir voru umreiknaðar með gengi evrunnar í árslok 2007. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum evra, nema annað sé tekið fram.
Hvers vegna notaði stjórn Granda gengið frá árslokum 2007 þegar krónan átti eftir að veikjast svona mikið?
Er verið að hlunnfara hluthafana? Vill stjórnin ekki berast á? Á hagnaðurinn að verða stærri síðar?
Ef ég væri blaðamaður spyrði ég t.d. stjórnina þessara spurninga, a.m.k. í ljósi nýjustu tíðinda. Og fengi e.t.v. Vilhjálm Birgisson með mér.
Athugasemdir
"8% arður" held ég að merki yfirleitt 8% af nafnverði hlutafjár en ekki 8% af hagnaði.
Vísunin í 2007 á við niðurstöðutölur ársins 2007 sem eru birtar til samanburðar, ég fæ ekki séð út frá tilkynningunni að verið sé að nota gengi frá árslokum 2007 fyrir 2008 tölurnar.
;)
Ingvi (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:29
Ársreikningurinn á samt við um árið 2008. Og hvaða tilkynningu ertu að meina? Þessa sem er í gæsalöppunum? Hún er bara tekin innan úr ársreikningnum.
En kannski er þetta allt bara eðlilegt.
Berglind Steinsdóttir, 25.3.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.