Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Einbeiting óskast
Hin gríðarspennandi bók Karlar sem hata konur er á náttborðinu. Ég les tvær blaðsíður í senn og sofna út frá henni. Konur eftir Steinar Braga er komin í bunkann og að bestu manna yfirsýn er hún í senn ógeðsleg og samt ekki hægt að slíta sig frá henni.
Ég er genetískur bókabéus. Ég er með háskólagráðu í bókelsku. Er það pólitíkin sem rænir mig rónni og einbeitingunni? Er sjónin að gefa sig? Er það aldurinn?
Mig vantar sól og svalir.
Athugasemdir
Já nei nei, hún verður ekki spennandi fyrr en um miðja bók.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:04
Jú, ég er orðin mjög spennt á síðu 100, uuuú.
Berglind Steinsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.